Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

SÁM 9

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Rímur og vikubænir; Ísland, 1700-1799

Nafn
Jóhann Gunnar Ólafsson 
Fæddur
1902 
Dáinn
1979 
Starf
Bæjarfógeti 
Hlutverk
Eigandi; Gefandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðmundur Erlendsson 
Fæddur
1595 
Dáinn
21. mars 1670 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Ljóðskáld; Höfundur 
Ítarlegri upplýsingar
Aths.
Samsett úr þremur handritum.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
54 blöð.
Tölusetning blaða

Seinni tíma blýantsblaðmerking 1-54.

Ástand

Blöð hafa glatast úr báðum rímunum en af bænunum er aðeins varðveitt hér eitt stakt blað sem lá laust í handritinu þegar það var afhent stofnuninni.

Band

Handritið er laust úr bandi en með því liggur band úr tréspjöldum klæddum skinni (164 mm x 100 mm x 19 mm).

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritin voru skrifuð á Íslandi á 18. öld. Annar hlutinn var skrifaður árið 1746, fyrsti hlutinn líklega á s.hl. 18. aldar, en sá þriðji á f. hl. aldarinnar.

Ferill

Á bl. 15v: „Halldór Jónsson á Meðaldal held ég eigi þessa bók með réttu.“ Enn fremur nafnið Magnús Halldórsson. Hinum fyrrnefnda er einnig eignuð bókin á bl. 16r.

Aðföng

Handritið var keypt af Jóhanni Gunnari Ólafssyni bæjarfógeta á Ísafirði um 1968.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði handritið 22. júlí 2008 og 17. maí 2010 (sjá einnig óprentaða bráðabirgðaskrá Árnastofnunar).

Viðgerðarsaga

Blöð handrits eru límd á sýrulausan pappír eftir 1968.

Innihald

Hluti I ~ SÁM 9 I
1(1r-30v)
Rímur af Geirharð
Titill í handriti

„Rímur af Geirhalli jarli“

Upphaf

Því eru skáldin skipuð og sett …

Niðurlag

„… þagna skal ég með öllu.“

Aths.

8 rímur. Óheilar.

Efnisorð
2(16r)
Lausavísa
Upphaf

Virtu þetta vel fyrir mér …

Niðurlag

„… hjartans vinur blíði.“

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
30 bl.
Ástand

Texti hefur víða morknað af eða er máður og ólæsilegur. Einnig virðist vanta blöð í handritið.

Umbrot

Eindálka.

Griporð.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, síðfljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Á bl. 15v og 16r eru athugasemdir um eiganda, lausavísa og pennakrot en þessar síður virðast hafa verið skildar eftir auðar af skrifara.

Uppruni og ferill

Engar upplýsingar um uppruna og feril

Hluti II ~ SÁM 9 II
1(31r-53v)
Rímur af þeim nafnkennda landsdómara Pontió Pílató
Upphaf

… hófa nöðrum / liðinu sundur líka sk[ipti] …

Niðurlag

„… og fínt er að lenda skútu.“

Skrifaraklausa

„Hér enda þ[00000] Pílati rímur anno 1746.“

Aths.

Vantar framan af. Hefst í 15. erindi fyrstu rímu.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
23 blöð.
Ástand
Orð hafa víða morknað af eða eru máð og ólæsileg. Einnig vantar blöð framan af handritinu.
Skrifarar og skrift

Tvær hendur.

Bl. 51r-39v, 46r-49v og 52r-53v: Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Bl. 40r-45v og 49v-51v: Óþekktur skrifari, snarhönd.

Uppruni og ferill

Engar upplýsingar um uppruna og feril

Hluti III ~ SÁM 9 III
1(54r-v)
Vikubænir
Upphaf

… [þ]inni vara tekt í nótt og hvörri nótt …

Niðurlag

„… h. anda í mitt hjarta …“

Aths.

Aðeins niðurlag sunnudags kvöldbænar og upphaf mánudags morgunbænar.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
1 blað.
Ástand

  • Vantar bæði framan og aftan af handritinu.
  • Orð hafa víða morknað af eða eru máð og ólæsileg.

Umbrot

Eindálka.

Griporð.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, kansellískrift.

Uppruni og ferill

Engar upplýsingar um uppruna og feril

« »