Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

SÁM 142

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Ættartala; Ísland, 1915-1950

Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(2r-20v)
Ættartala
Titill í handriti

„Ættartala“

Aths.

Virðist tengjast mest Húnavatnssýslu.

Vísað m.a. í Manntölin 1703 og 1816 og Espólín.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
20 bl. (177 mm x 110 mm) og eitt laust blað (278 mm x 207 mm). Auð bl.: 1r-v, 5r, 8r, 12r (aðeins fyrirsögn), 16v, 18r, 19r.
Tölusetning blaða
Handritið er ótölusett.
Ástand

Blöð hafa verið skorin úr bókinni fremst og aftast.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur ca 160 mm x 90 mm.
  • Línufjöldi ca 20-22.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, snarhönd.

Band

Bókhaldsbók með kápu klæddri dökkum marmarapappír og fínofinn líndúkur á kili (176 mm x 110 mm).

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi líklega á fyrri hluta tuttugustu aldar.

Hugsanlega hefur bókin upprunalega verið notuð við kaupmennsku eða bókhald. Á innra spjaldblaði fremst: „1915. Sykur sjá aftast“ og innra spjaldblaði aftast: „25/3 1911. Lánað Joh. Halldórssyni bankanum kr. 2,oo“.

Ferill

Frá Grétari Óskarssyni og Ingibjörgu. Mánudaginn 27. apríl 2009 skrifaði Ingibjörg Ólöfu Benediktsdóttur bókasafnsfræðingi tölvuskeyti: „Sæl Ólöf Maðurinn minn, Grétar Óskarsson, ætlar á eftir að skjótast með bækurnar fjórar til þín … Kveðja Ingibjörg“. Hinar bækurnar þrjár eru prentaðar bækur.

Aðföng
Stofnun Árna Magússonar í íslenskum fræðum tók við handritinu 27. apríl 2009.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði í apríl 2019.

« »