Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

SÁM 129

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Samstæður; Ísland, 1750-1799

Nafn
Hallgrímur Pétursson 
Fæddur
1614 
Dáinn
27. október 1674 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Ljóðskáld; Höfundur; Skrifari; Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þorgrímur Tómasson 
Fæddur
9. febrúar 1782 
Dáinn
26. júní 1849 
Starf
Safnvörður 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Margrét Eggertsdóttir 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-2r)
Samstæður
Upphaf

Oft er ís lestur / illa skór festur …

Aths.

Brot.

2(2r-v)
Samstæður
Upphaf

Stöngin fylgir strokki …

Aths.

Brot.

Erfitt er að átta sig á því hvort kvæðið var skrifað á undan hinu þar sem erindaröð er óvenjuleg og líklegt er að blöð vanti innan í tvíblöðunginn. Á því blaði sem kalla má bl. 1r, fyrir miðju er fyrsta erindið, Oft er ís lestur. Af kvæðinu Oft er ís lestur eru þessi erindi í þessari röð á bl. 1r-v: 1, 3, 4, 5, 6, 8, 9, 10, 12 (aðeins fyrstu línurnar af því síðastnefnda þar sem blaðið endar). Það sem kalla má bl. 2r hefst á erindum úr kvæðinu Stöngin fylgir strokki, þ.e. 11, 5, 7 og loks kemur viðbótarerindið Brók að leysa á brautum en á eftir því kemur (upphafs)erindið Stöngin fylgir strokki, þ.e. 1 og á bl. 2v eru svo erindin: 13, 14, 18, 17. Bl. 1r hefst á 15. erindi sama kvæðis, þá kemur viðbótarerindið Brattur er fjallabingur. Á eftir því er skrifað: „Ender þessara samhenda“ og þar á miðri síðu kemur erindið Oft er ís lestur, eins og áður segir.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
2 blöð (156 mm x 107 mm).
Kveraskipan

Tvinn.

Ástand

Aðeins brot og líklega vantar blöð innan í tvinnið.

Mjög illa farið tvinn og texti skertur vegna fúa.

Gert hefur verið við blöðin með því að líma í götin viðgerðarpappír.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur ca 150 mm x 100 mm.
  • Línufjöldi 21 og 22

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, kansellíbrotaskrift.

Fylgigögn

Á seðli með hendi Þórðar Tómassonar: „Byggðasafnið í Skógum. Brot úr Samstæðum sr. Hallgríms Péturssonar. 2 blöð úr bandi bókar frá Vestfjörðum. Seinni hluti 18. aldar. Lánað Árnastofnun 7. júní 2006. Þórður Tómasson“.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi líklega á seinni hluta 18. aldar.

Ferill
Frá Þórði Tómassyni á Byggðasafninu í Skógum.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk handritið afhent til varðveislu 14. október 2009.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði í desember 2018 og jók við upplýsingum frá Margréti Eggertsdóttur 2. apríl 2019.

« »