Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

SÁM 102

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Rímur af Andra jarli; Ísland, 1800-1899

Nafn
Halldór Steinmann 
Fæddur
25. desember 1866 
Dáinn
17. október 1962 
Starf
Verkamaður 
Hlutverk
Eigandi; Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Titilsíða

Rímur af Andra, þær fyrstu orktar af séra Hannesi Bjarnasyni , svo af Gísla Konráðssyni, þá prestinum, enar síðustu af fyrrnefndum Gísla

Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-131v (bls. 1-260))
Rímur af Andra jarli
Höfundur

Séra Hannes Bjarnason og Gísli Konráðsson

Titill í handriti

„1. ríma“

Upphaf

Endurbæta Andra ljóð …

Niðurlag

„… þjóð á svella hólmi.“

Skrifaraklausa

„OOlaviune.“

Aths.

Skrifaraklausan er á blaði 131v, neðst í hægra horni.

Tuttugu og fjórar rímur; „Hannes orti 1.-9. rímur, Gísli 10. (þar í fornskáldatal), 11. ríma er eignuð fyrri konu Gísla, Efemíu Benediktsdóttur, 12.-13. er eftir Hannes, 14.-24. eftir Gísla“ ( Rímnatal 1966: 35; (sjá nánar 34-35)).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 78 blöð + i (167-170 mm x 103-105 mm).
Tölusetning blaða

Upprunalegt blaðsíðutal: 1-260 (titilsíða er upprunalega ótölusett); blaðsett af skrásetjara með blýanti: 1-131.

Kveraskipan

Sautján kver.

 • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
 • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
 • Kver IV: blöð 25-32, 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 33-40, 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 41-48, 4 tvinn.
 • Kver VII: blöð 49-56, 4 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 57-64, 4 tvinn.
 • Kver IX: blöð 65-72, 4 tvinn.
 • Kver X: blöð 73-80, 4 tvinn.
 • Kver XI: blöð 81-88, 4 tvinn.
 • Kver XII: blöð 89-96, 4 tvinn.
 • Kver XIII: blöð 97-103, 3 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver XIV: blöð 104-111, 4 tvinn.
 • Kver XV: blöð 112-119, 4 tvinn.
 • Kver XVI: blöð 120-127, 4 tvinn.
 • Kver XVII: blöð 128-131, 2 tvinn.
Númer kvers er tilgreint með viðeigandi tölugildi á neðri spássíu við upphaf kvers (sbr. „2“ sjá blað 9r, „3“ sjá blað 17r o.s.frv.). Kver I er ónúmerað.

Ástand
.

 • Klæðning á bókarspjöldum er snjáð og leður á hornum horfið að miklu leyti; leður á kili er snjáð.
 • Víða eru blettir á blöðum (sjá t.d. blöð 8v-9r).

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 126-132 mm x 85-90 mm.
 • Línufjöldi er ca 22-24.
 • Leturflötur er afmarkaður með blýanti nema við neðri spássíu.
 • Kver eru númeruð (sjá nánar Kveraskipan: Aths.).
 • Griporð, pennaflúruð.

Skrifarar og skrift

Með einni hendi; skriftin er síðfljótaskrift, nöfn og í flestum tilfellum fyrsta lína erindis eru með snarhönd og/eða kansellískrift.

Skreytingar

Fyrirsagnir og fyrsta lína rímu og í flestum tilfellum fyrsta lína erindis, eru með stærra og settara letri en annars er á textanum (sjá t.d. blöð 8v og 57r).

Bókahnútur er á blaði 1r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Á fremra saurblað er skrifað með blýanti: „B.Þórarinsson“. Þar fyrir neðan er rauður stimpill með áletruninni „Árni Pétursson, Oddeyri“. Efst á blaðinu, ritað með penna, má hugsanlega lesa „JHallsson“.
 • Stimpill Halldórs Steinmanns Þorsteinssonar „H. Steinmann“ er á blaði 1r.

Band

Band (160 mm x 105 mm x 25 mm): Kápuspjöld eru úr pappa og klædd brúnum marmarapappír, brúnt leður á kili og spjaldhornum (sjá nánar: Ástand).

Handritið liggur í grárri pappaöskju með SÁM 98, 99, 100, 102, 103, 104, 105 og 106.

Fylgigögn
Afhendingarlisti Kvæðamannafélagsins Iðunnar, dagsettur 15. september 2008. Miði með númeri handrits á afhendingarlista er einnig meðfylgjandi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi, sennilega á nítjándu öld .

Ferill
Það er gjöf frá Kvæðamannafélaginu Iðunni; tölusett sem nr. 218 á afhendingarlista (sjá: Fylgigögn). Það hefur sennilega verið í eigu Árna Péturssonar á Oddeyri og það var í safni Halldórs Steinmanns Þorsteinssonar (sjá nánar: Spássíugreinar og aðrar viðbætur).
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk handritið, ásamt fleiri handritum, afhent til varðveislu þann 15. september 2008. Formleg afhending handritanna fór fram ári síðar, 15. september 2009, þegar Kvæðamannafélagið Iðunn fagnaði 80 ára afmæli sínu.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði í september 2010.

« »