Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

SÁM 92

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Rímur af Artimundi Úlfarssyni; Ísland, 1873

Nafn
Þorvaldur Þorleifsson 
Fæddur
27. ágúst 1806 
Dáinn
1878 
Starf
Bóndi 
Hlutverk
Skrifari; Höfundur 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Titilsíða

Rímur af Artimundi Úlfarssyni Kveðnar af Þorvaldi Þorleifssyni á Horni í Hornafirði 1864.

Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-93v)
Rímur af Artimundi Úlfarssyni
Titill í handriti

„1. ríma“

Upphaf

Til hvers Óðins tittlingar …

Niðurlag

„… á dýrðar palla sína.“

Skrifaraklausa

„Endaðar 13da febrúar 1873. O. Olafsson..“

Aths.

Skrifaraklausan er á blaði 93v.

Sautján rímur; alls 1521 erindi, sbr. blað 93v.

Hndr.: Lbs. 2080 8vo (vantar mansöngva), Lbs. 2382 8vo, Lbs. 2965 8vo, Lbs. 3403 8vo (sbr. Rímnasafn 1966: 44); einnig: Lbs. 3586 8vo.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 93 blöð (175 mm x 110 mm). Blöð 1-2 eru innskotsblöð. Saurblað er gamalt spjaldblað.
Tölusetning blaða
Upprunalegt blaðsíðutal 3-184. Blaðsett af skrásetjara með blýanti: 1-93.
Kveraskipan

Þrettán kver.

 • Kver I: blöð 1-2, 1 tvinn (innskotsblöð).
 • Kver II: blöð 3-7, 1 tvinn + 3 stök blöð.
 • Kver III: blöð 8-15, 3 tvinn + 2 stök blöð.
 • Kver IV: blöð 16-23, 3 tvinn + 2 stök blöð.
 • Kver V: blöð 24-31, 3 tvinn + 2 stök blöð
 • Kver VI: blöð 32-39, 4 tvinn.
 • Kver VII: blöð 40-47, 4 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 48-55, 4 tvinn.
 • Kver IX: blöð 56-63, 4 tvinn.
 • Kver X: blöð 64-71, 2 tvinn + 4 stök blöð.
 • Kver XI: blöð 72-79, 4 tvinn.
 • Kver XII: blöð 80-87, 4 tvinn.
 • Kver XIII: blöð 88-93, 2 tvinn + 2 stök blöð.

Ástand
.

 • Bandið hefur látið verulega á sjá og þarfnast viðgerðar.
 • Kverin hafa losnað úr bandinu og blöð eru blettótt og notkunarnúin.
 • Mörg blöð eru laus. Þau eru eftirtalin: fremra saurblað, innskotsblöð 1-2, blað 3, blöð 6-8, 15-16, 23-24, 64, 71.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 155 mm x 85-90 mm.
 • Línufjöldi er ca 27-30.
 • Síðutitill yfir opnu: Rímur af Artemund.

Skrifarar og skrift

Með einni hendi, skrifari ókunnur. Sprettskrift eða snarhönd. Fyrirsagnir með áhrifum frá kansellískrift.

Skreytingar

Fyrirsagnir og fyrsta lína rímu eru með stærra letri en er á meginmáli (sjá t.d. blöð 23r og 35v).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Titilsíða (tvíblöðungur) er síðari tíma viðbót (sennilega frá síðari hluta tuttugustu aldar(?)).
 • Afmörkun efri spássíu með bláum lit er sennilega einnig síðari viðbót þar sem afmarkaður rammi á titilsíðu er með samskonar lit.

Band

Band (187 mm x 115-117 mm x 20 mm) er frá síðari hluta 18. aldar. Bókarspjöld eru úr tré (beyki) með álímdum þykkum pappír á ytra byrði sem brotinn hefur verið inn á spjaldið og innbrotin þrædd saman með grönnum þræði; spjaldpappír innan á fremra spjaldi liggur laus en er horfinn af því aftara. Dökkbrúnt skinn með áþrykktu mynstri er á kili, líklega skorið af eldra bókbandi.

Handritið liggur í grárri pappaöskju með SÁM 91, 93, 94, 95, 96 og 97.

Fylgigögn
Afhendingarlisti Kvæðamannafélagsins Iðunnar, dagsettur 15. september 2008. Miði með númeri handrits á afhendingarlista er einnig meðfylgjandi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi, 1873.(sbr. blað 93v).

Ferill
Handritið er gjöf frá Kvæðamannafélaginu Iðunni; tölusett sem nr. 3 á afhendingarlista (sjá: Fylgigögn).
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk handritið, ásamt fleiri handritum, afhent til varðveislu þann 15. september 2008. Formleg afhending handritanna fór fram ári síðar, 15. september 2009, þegar Kvæðamannafélagið Iðunn fagnaði 80 ára afmæli sínu.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði í september 2010.

« »