Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

SÁM 75

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Sögubók; Ísland, 1783-1800

Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar

Innihald

1(1r-29r)
Gull-Þóris saga
Titill í handriti

„Sögubrot af Gull-Þóri. “

Upphaf

Hallsteinn son Þórólfs Mostraskeggja nam allan Þorskafjörð …

Niðurlag

„… skyldu utan fara og vera brott … “

Skrifaraklausa

„Cætera desunt.“

„Þetta fragmentum af Gull-Þóris sögu byrjaði eg að skrifa þann 10. martii en endaði þann 15. […] anno 1783 á Laxamýri.

Aths.

Uppskriftin er skrifuð eftir sögubroti.

Skrifaraklausan er á blaði 29r. Hún gæti verið undirskrifuð af Þorsteini Þorsteinssynien undirskriftin er skert vegna afskurðar blaðsins.

Blöð

29v-32v eru auð.
2(33r-48v)
Hænsna-Þóris saga
Titill í handriti

„Hér byrjast sagan af Hænsa-Þóri “

Upphaf

Oddur hét maður Önundarson …

Niðurlag

„… hinn mesti kvenskörungur um hennar daga.“

Baktitill

„Og lýkur þar sögu af Hænsna-Þórir.“

3(49r-62v)
Valla-Ljóts saga
Titill í handriti

„Hér byrjar sögu af Vallna-Ljót “

Upphaf

Sigurður hét maður. Hann var son …

Niðurlag

„… og lýkur hér þessari frásögu.“

4(63r-137v)
Eyrbyggja saga
Titill í handriti

„Hér byrjast Eyrbyggja “

Upphaf

Ketill flatnefur hét einn ágætur hersir í Noregi …

Niðurlag

„… Og lýkur þar sögu Þórsnesinga, Eyrbyggja og Álftfirðinga.“

Aths.

Bókahnútur á blaði 137v en blöð 136 og 137 eru innskotsblöð.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
iiii + 137 + i blöð í (185 +/- 1 mm x 156 +/- 1 mm).
Tölusetning blaða
Blaðmerkt af skrásetjara með blýanti: 1-137. Aðeins blöð 1r-29r eru með blaðsíðutali (1-57).
Kveraskipan

Nítján kver.

 • Kver I: blöð 1-7, 3 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver II: blöð 8-16, 4 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
 • Kver IV: blöð 25-32, 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 33-40, 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 41-48, 4 tvinn.
 • Kver VII: blöð 49-56, 4 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 57-62, 3 tvinn.
 • Kver IX: blöð 63-68, 3 tvinn.
 • Kver X: blöð 69-74, 3 tvinn.
 • Kver XI: blöð 75-80, 3 tvinn.
 • Kver XII: blöð 81-88, 4 tvinn.
 • Kver XIII: blöð 89-94, 3 tvinn.
 • Kver XIV: blöð 95-102, 4 tvinn.
 • Kver XV: blöð 103-110, 4 tvinn.
 • Kver XVI: blöð 111-118, 4 tvinn.
 • Kver XVII: blöð 119-127, 4 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver XVIII: blöð 128-135, 4 tvinn.
 • Kver XIX: blöð 136-137, 1 tvinn.

Ástand

 • Tréspjöldin og handritið sjálft hafa losnað úr skinnkápunni. Af ummerkjum á spjöldunum, saumförum blaða og uppistöðum, má ætla að þau hafi fylgt handritinu í gegnum þrjár viðgerðir eða breytingar; Þau gætu hafa verið í öðru bandi áður en þau komu við sögu þessa handrits. Tréspjöldin eru sérlega þunn og vel unnin. Á þeim er hægt að sjá að þau hafa tilheyrt handriti sem lokað var með spennum (sbr. Hersteinn Brynjólfsson, forvörslufræðingur Stofnunar Árna Magnússonar).
 • Fremstu saurblöðin eru nú aðeins blaðbútar. Á þeim er einhver texti ritaður fleiri en einni hendi.
 • Blað 1 er morkið og lúnara en önnur blöð
 • Blað 16 mikið til laust.
 • Merki um afskurð blaða má m.a. sjá á síðutitli Vallna Ljóts sögu á blaði 57r-57v.
 • Leturflötur hefur dökknað lítillega vegna bleksmitunar.
 • Víða blettir og önnur merki um notkun handritsins.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 155-160 mm x 120-130 mm.
 • Línufjöldi er 19-27.
 • Víðast hvar er strikað fyrir leturfleti með blýanti
 • Síðutitill í Vallna-Ljóts sögu.

Skrifarar og skrift

Skrifarar megintexta eru hugsanlega tveir .

 • Skrifari blaða 1-32 og 63 og áfram skrifar með fljótaskrift en nöfn eru oft með kanselískrift. Hugsanlega má lesa undirskrift hans, þ.e. Þorsteinn Þorsteinsson neðst á blaði 29r.
 • Skrifari blaða 33-62 skrifar með snarhönd/fljótaskrift???.

Skreytingar

Kaflafyrirsagnir eru með stærra og settara letri en almennt er á textanum. Það á einnig við um fyrstu línu í kafla (sbr. blöð 1r og 33r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
 • Sami skrifari gæti skrifað innskotsblöðin þrjú, þ.e. blöð 8 og blöð 136r-137v (fljótaskrift).
 • Aðrar viðbætur við texta eru til dæmis á blöðum 75r og 116r
 • Nafnið Thomas Jónssonmá hugsanlega lesa á blaði 70r.
 • Pennaprufur og fleira má sjá á blöðum 29v-32v. Þar á meðal stendur „eigandi:G. Aradóttir. “ og „Guðbjörg á þessa bók“ virðist standa á aftasta saurblaði að framan.
Band

Núverandi band, sennilega frá 18. öld gæti verið þriðji frágangur bandsins að því er greina má af ummerkjum á tréspjöldunum, blöðum við kjöl og uppistöðusaumum. (192 mm x 155 mm x 35 mm). Tréspjöld og kjölur eru klædd brúnu skinni með blindþrykktu tíglamynstri. Handritið liggur í grárri pappaöskju.

Fylgigögn
Meðfylgjandi eru tvö vélrituð blöð(A4) þar sem vélritað er upphaf fyrsta kafla þeirra fjögurra sagna sem eru í handritinu og miði með upplýsingum um aðföng og feril.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var hugsnalega skrifað á Íslandi 1783 sbr.

Aðföng

Handritið var keypt á eBay og fékk Stofnun Árna Magnússonar það að gjöf frá Erni Arnar ræðismanni og fjölskyldu hans 2004 (sbr. aðfangamiða).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið í júlí 2010

« »