Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

SÁM 71

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Eyrbyggja saga; Ísland, 1795

Nafn
Hjálmar Þorsteinsson 
Fæddur
1742 
Dáinn
1819 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Skrifari; Ljóðskáld; Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Björn Hjálmarsson 
Fæddur
29. janúar 1769 
Dáinn
17. október 1853 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Skrifari; Eigandi; Ljóðskáld; Höfundur 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(2r-73v)
Eyrbyggja saga
Titill í handriti

„Eyrbyggja saga“

Upphaf

Ketill flatnefur hét einn ágætur hersir í Noregi …

Niðurlag

„… þar sem nú stendur kirkjan.“

Baktitill

„Og lýkur þar sögu Þórnesinga, Eyrbyggja og Álftfirðinga.“

Skrifaraklausa

„Þessar sögur af Eyrbyggjum, Bragða-Ölvi og Ormi Framarssyni eru skrifaðar af prestunum séra Hjálmari Þorsteinssyni og séra Birni Hjálmarssyni í Tröllatungu Anno 1795.“

Aths.

Skrifaraklausan er á versóhlið titilsíðu (bl. 1v).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
73 blöð (208 +/- 2 mm x 160 +/- 2 mm).
Tölusetning blaða
Blöð handritsins eru ótölusett.
Ástand

  • Blöð hafa glatast aftan af handritinu með sögunum af Bragða-Ölvi og Ormari Framarssyni.
  • Blöðin eru skítug og notkunarnúin og mjög trosnuð á jöðrum. Hefur texti skerst á blöðum 1r-9v vegna þess.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 180 +/-2 mm x 135 +/- 4 mm.
  • Línufjöldi er ca 26-29.
  • Vísur eru afmarkaðar frá megintexta með inndrætti.

Skrifarar og skrift

Tvær hendur.

Sumt með hendi Hjálmars Þorsteinssonar, síðfljótaskrift.

Sumt með hendi Björns Hjálmarssonar, síðfljótaskrift.

Skreytingar

Skreyttur rammi um titilsíðu, sumpart laufskreyti í rauðu og grænu.

Fyrirsögn með blekfylltum stöfum og upphafsstafur er einnig blekfylltur (bl. 2r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Nafn fyrri eiganda á bl. 14r og spássíugrein á bl. 58r. Eitthvert krot á bl. 65v.
Band

Handritið er óinnbundið og liggur í pappaöskju frá Stofnun Árna Magnússonar. Því hefur verið skipt í 9 hluta og blaði slegið um hvern þeirra.

Fylgigögn

Seðill með upplýsingum um gefanda og nokkra fyrri eigendur.

Kort í umslagi með kveðju og dagsetningu en engri undirskrift. Umslagið er stílað á Einar Ólaf Sveinsson þáverandi forstöðumann Handritastofnunar Íslands.

Ljósrit af minningargreinum um gefanda, Ebbu Sveinsdóttur.

Uppruni og ferill

Uppruni
Handritið var skrifað í Tröllatungu í Steingrímsfirði árið 1795.
Ferill

Á bl. 14r stendur: „Jón Jónsson á söguna þessa“.

Fyrri eigendur, næst á undan gefanda, voru Sveinsiníus Magnússon, kaupmaður í Kaupmannahöfn, Magnús Jónsson í Kvídal eða kona hans.

Ebba Sveinsdóttir (Jónsson), Garðaflöt 15, Garðahreppi, gaf handritið. Einnig stendur á seðli: „Dansk kvindeklub (form. Elizabeth Richter) vill helst afhenda þetta á afmæli klúbbsins 4. maí“. Og með annarri hendi: „EÓS vildi ekki gera opinbert á sínum tíma, því gjöfin barst rétt áður en danska þingið samþ. á seinna skipti afh. Hafði hugsað sér að skjóta þakklæti til kvennanna inn í e-a athöfn síðar.“

Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar eignaðist handritið 4. maí 1965 (sbr. dags. korts).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
ÞS skráði 27.-28. júlí 2010.
« »