Skráningarfærsla handrits
SÁM 53
Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt
Hugrás; Ísland, 1926
Innihald
Inngangur og athugasemdir
Hugrás
„Hugrás. In versutias serpentis recti et tortuosi. Það er Lítil hugrás yfir svik og vélræði djöfulsins, sem stundum gengur réttur, stundum hlykkjóttur, að spilla mannkynsins sáluhjálp. Samanskrifað Anno 1627 af Guðmundi Einarssyni“
„Öllum Guðs börnum (kristinn lesari) ætti sú dómsályktun …“
„… fyrir Jesúm Christum, vorn endurlausnara. Amen.“
Titilsíða á bl. 71r-v.
Efni Hugrásar er rakið í Einar Gunnar Pétursson 1998.
Áformað var að Hugrás kæmi út í ritröðinni Íslensk rit síðari alda en af því varð ekki.
Skýringar og athugasemdir við Hugrás Guðmundar Einarssonar
Lýsing á handriti
Eindálka. Textinn er á versosíðum og orðskýringar á rectosíðum.
Línufjöldi er 24.
Með hendi Sigurðar Skúlasonar, snarhönd.
Stílabækurnar liggja saman í öskju.
- Ljósrit af sendibréfi frá Jóni Helgasyni til Sigurðar Skúlasonar varðandi útgáfu. Bréfið er dagsett dagsett 12. júlí 197812. júlí 1978.
- Tveir seðlar með hendi Jóns Helgasonar með uppskrift úr bókmenntasögu Jóns Ólafssonar úr Grunnavík í Add 3 fol. um Hugrás.
- Pöntunarseðill frá Landsbókasafni með beiðni Sigurðar Skúlasonar um lán á Lbs 494 8vo.
- Seðill með hendi Einars Gunnars Péturssonar, með upplýsingum um varðveislu Hugrásar.
Uppruni og ferill
Handritið var skrifað á Íslandi árið 1926. Það er lokaritgerð Sigurðar Skúlasonar til meistaraprófs í íslenskum fræðum vorið 1927. Titill ritgerðarinnar var „Hugrás síra Guðmundar Einarssonar, búin til útgáfu eftir handritum með inngangi og athugasemdum“ (sbr. Árb. H.Í. 1926-1927:32)
Aðrar upplýsingar
ÞS skráði 3.-7. júní 2010 (sjá einnig ópr. skrá yfir SÁM-handrit).
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Einar Gunnar Pétursson | Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða, | 1998; XLVI |