Skráningarfærsla handrits

Lbs fragm 99

Biblíubréf

Athugasemd
Brot. Fyrra safnmark er Lbs fragm. Add. 17.
Tungumál textans
latína

Innihald

1 ( 1r-2v )
Biblíubréf
Efnisorð
1.1 (1r)
Philem I
Upphaf

... [?] et victo ...

Niðurlag

... ut paulus senex. Nunc autem et vinctus ...

Athugasemd

Philemon prologus, Epistola beati Pauli apostoli ad Philemonem: Philem I:1-9, o.fl.

Efnisorð
1.2 (1v)
Philem I
Upphaf

... obsecro te de meo filio quem genui in vinculis ...

Niðurlag

... De subplicisque vadere nequeunt ...

Athugasemd

Philem I:10-, o.fl.

Efnisorð
1.3 (2r)
Breves ad Hebraeos XXII
Niðurlag

... de salvatore qui solis terminum pec ...

Efnisorð
1.4 (2v)
Epistolae Pauli, skýringar við Hebraeos I
Upphaf

... De lege veterique nove le . ...

Niðurlag

... vocabulum nominis sui vel ordinis ...

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
2 blöð (Tvinn). Seinna blaðið er skert á ytri jaðri og því mjórra. 176 mm x 100 mm.
Umbrot

Eindálka. 24 línur.

Leturflötur er 154 mm x 87 mm.

Ástand
Hefur verið haft í band. Bl. 1v og bl. 2r eru mjög dökk og skítug og ólæsileg fyrir utan efstu og neðstu línu sem brotnar hafa verið inn í bandið. Bl. 2 er skert á ytri jaðri og hluti lesmáls þannig glataður. Nokkur lítil göt.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Skreytingar

Stór upphafsstafur grænn með rauðu flúri.

Smærri upphafsstafir rauðir.

Fyrirsögn í rauðum og grænum hástöfum.

Rauðar fyrirsagnir.

Fylgigögn
Tveir seðlar fylgja með, báðir frá 9. des 1983. Þeir eru eftirfarandi: Skinnblöð þessi voru utan um bókarkver, MEDICINA ANIMÆ það er Saalarennar Lækning og Andar Heilsuboot/harla Nauðsynleg á þessum Haaskasamlega Tyma bæðe fyrer Heilbrygða og Siuka, sem út kom á Hólum 1666. Þær síður, sem betur eru farnar sneru inn að tréspjöldum bókarinnar, hinar sneru út og eru þær ólæsilegar. Mun það ekki óalgengt, að brot úr gömlum handritum hafi varðveitst á þennan hátt. Hafi Hólamenn 17. aldarinnar bundið þessa bók, hafa þeir naumast vitað hvílíkan dýrgrip þeir rifu niður til bókbandsins. Hafa þeir sjálfsagt litið á skinnbókina sem arfleifð úr pápískum sið og því hæfði henni best að vera umbúðir utan um það, sem verðmætara var, að þeirra dómi. Ragnar Fjalar Lárusson. Þetta eru tvö blöð samföst úr skinnbók sem eftir skriftarlagi að dæma hefur verið skrifuð á tímabilinu 1150-1250, e.t.v. fremur á fyrri hluta þess tímabils. Ekkert mælir gegn því, að handritið sé skrifað hér á land, enda er það með svipaðri stafagerð og elstu íslensk handrit. Blöðin eru skert, en þó vantar ekki nema fáa stafi í hverja línu á því breiðara, og hvorki vantar ofan eða neðan á textann. Textinn er á latínu, og þetta er úr einhvers konar guðsorðabók. Á annarri læsilegu síðunni (til hægri) er upphafið á Fílemons-bréfinu (vers 1-9). Upphafsstafurinn P í nafninu PAVLVS er skreyttur. Á hinni læsilegu síðunni, sem mun hafa verið aftar í kverinu, virðist vera hluti af efnisyfirliti. Stefán Karlsson.

Uppruni og ferill

Uppruni
Sennilega skrifað á tímabilinu 1150-1250.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

SHH skráði 19. ágúst 2021.

Lýsigögn
×

Lýsigögn