Skráningarfærsla handrits

Lbs fragm 98

Skinnblað á latínu ; Íslandi

Athugasemd
Brot. Fyrra safnmark er JS 65 8vo.
Tungumál textans
latína

Innihald

1 ( 1r-2v )
Skinnblað á latínu
Efnisorð
1.1 (1r)
Úr life of the saints
Upphaf

... domini nostri iesu christi qui(?) est(?) humanam vocem in ...

Efnisorð
1.2 (1v)
Vita Sancti Leonardi Confessioris (upph.) o.fl.
Upphaf

... cum uxore et filiis. et sic faciebat ...

Niðurlag

... secundum morem gentilium fuit ...

Efnisorð
1.3 (2r)
Vita sancti Leonardi confessoris (áfrh.), Sanctorum IIII. coronatorum coll. o.fl.
Upphaf

... tu(?) [...] u(?) karissimo amore. Puer [...] Leonardus postquam evasit ...

Niðurlag

... quicquid artis opera ....

Efnisorð
1.4 (2v)
Áfrh. á Sancti Quatri coronati, o.fl.
Upphaf

... equos vel omnia ex uno lapide ...

Niðurlag

... Erat autem [...] ...

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
2 blöð (Tvinn). Fyrra blað er skert á jaðri. Það er 184 mm x 121 mm. Seinna blað er 188 mm x 152 mm.
Umbrot

Eindálka. 29 sýnilegar línur.

Leturflötur er 176 mm x 107 mm.

Ástand
Hefur verið haft í band. Fyrra blaðið er skert á ytri jaðri en lesmál er þó að mestu leyti varðveitt. Þó virðist einnig hafa verið skorið neðan af lesmáli. Bl. 1r og bl. 2v eru máð og erfitt að lesa texta á þeim. Grænt blek hefur brunnið í gegn og skilið eftir sig göt á nokkrum stöðum. Skinn er slétt.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Skreytingar

Rauðir upphafsstafir.

Á bl. 2r er lítil mynd af e.k. fyrirbæri eða tæki með svörtum útlínum og rauðu bleki.

Leifar af grænu bleki sem hefur brunnið í gegnum skinnið og myndað göt.

Fylgigögn
Með fylgir hvítur pappír en á honum stendur: „Tvö skinnblöð samföst, sem voru í bandi á ÍB 365 8vo. Vigdís tók af og pressaði í ágúst 1966. Frá Lives of the Saints NB - Part I.“

Uppruni og ferill

Uppruni
JS 65 8vo er frá Íslandi, 1765.
Aðföng
Alþingi keypti handrita- og bókasafn Jóns Sigurðssonar árið 1878. Safnið var afhent Landsbókasafni að honum látnum, en hann lést 7. desember 1879. Það komst í hendur safnsins árið 1881 er það var flutt í Alþingishúsið.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

SHH skráði 18. ágúst 2021.

Lýsigögn
×

Lýsigögn