Skráningarfærsla handrits

Lbs fragm 93

Missale, 1550

Athugasemdir
Prentað brot. Í sömu möppu eru tvö önnur skinnbrot. Fyrri safnmörk eru ÍB 358 4to og Lbs fragm. Add. 11. Preces in prostratione.
Tungumál textans
latína (aðal); íslenska

Innihald

1 ( 1r-1v )
Missale
1.1 (1r)
Missale
Upphaf

... [?] nostrum. Amen(?). [Et sciendum est, quod in omni missa...] ...

Niðurlag

... Magna est ... eius in salutari tuo: glor ...

Athugasemd

Blálok Hoc est enim corpus meum(?), Upphaf Preces in prostratione og megn þess, Davíðssálmar 78, 66, 20:1-6

Efnisorð
1.2 (1v)
Missale
Upphaf

... [ma]gnum decorem impones super eum. ...

Niðurlag

... Benedicamus domino ...

Athugasemd

Davíðssálmur 20:6-14, (Antiphona: Tua est potentia, Kyrie eleison, Et haec omnia, Et ne nos...), Orationes (Deus qui admirabili..., Rege quaesumus domine, Da quaesumus omnipotens deus...), Sequatur (Pax domini sit semper vobiscum), In fine missae, Benedicamus domino, o.fl.

2 (1r-2v)
Missale
Athugasemd

Tvinn. Dökk skinnblöð, skrifuð á íslensku.

3 (1r-2v)
Missale
Athugasemd

Tvinn. Dökk skinnblöð, skrifuð á íslensku.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
1 blað (261 mm x 183 mm).
Umbrot

Tvídálka. 42 línur í hverjum dálki.

Leturflötur í hverjum dálki er 229 mm x 71 mm.

Ástand
Hefur verið haft í band. Bl. 1r er skítugt og talsvert máð. Hluti þess er illlæsilegur. Hægri jaðar þess er skertur svo lesmál er skaddað að hluta. Rauðar fyrirsagnir á bl. 1r eru einnig mjög máðar. Bl. 1v er hins vegar að mestu skýrt og læsilegt, fyrir utan að hluta lesmáls vantar.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Skreytingar

Rauðir upphafsstafir.

Rauðar fyrirsagnir

Rauðir nótnastrengir.

Nótur
Nótur fyrir ofan hluta textans.
Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Efst á bl. 1v hefur verið skrifað „Þorvarður Ólafsson á Kálfastöðum 969“.
Fylgigögn
Nokkrir seðlar fylgja með.

Bréf fylgir með, ritað á þýsku af P. Irenaeus Underberg 9. júní 1963, stílað á Hr. Pastor Poulsen. Efni bréfsins er innihald blaðsins. Underberg biðst afsökunar á seinum svörum en það virðist hafa tekið hann um ár að svara bréfinu. Hann segir að innihaldið tengist landinu helga, krossförum, föngum og hinum sorgmæddu, páfanum og konunginum. Þetta ákvarði valið á sálminum (Davíðssálmi 78), að Jerúsalem sé í hönd heiðinna. Blaðið tilheyri Ríkisbókasafni Íslands og bókin sem það komi úr sé íslensk eða skandinavísk. Konungurinn sem textinn vísi til geti verið konungur Inge II af Noregi og páfinn Honorius III (1216-27), en hann fór í krossför sem Noregskonungur samþykkti að taka þátt í. Bænirnar vísi til yfirvofandi krossfarar og stöðunnar í Mið-Austurlöndum. Hann gefur síðan upp bækur þar sem leita megi upplýsinga um Honorius páfa og Inge-konung.

Brúnt umslag fylgir en á það hefur verið skrifað (með ritvél?) á dönsku að Preces in prostratione séu ekki algengar í Missale en að þær megi þó finna með sama texta og nótum í Missale Salisburiense sem var prentaður í París af Fr. Regnault 1529. Sami prentari virðist mögulega hafa prentað þennan Missal og prentaði Missale fyrir Salisbury 1534. Upplýsingar frá dr. Tue Gad, Kgl.Bibl., 1963.

Með fylgir ljósrit af blaðinu (einungis bl. 1v).

Með íslensku tvinnunum fylgja bláir seðlar með upplýsingum.

Uppruni og ferill

Uppruni
Tímasett til um 1550.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

SHH skráði 13. ágúst 2021.

Lýsigögn
×

Lýsigögn