Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

Lbs 4940 8vo

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Sagan af Eiríki Loftssyni hinum einræna og Jóni Geirmundssyni skipasmið; Meyjarland, 1860

Nafn
Níels Jónsson ; skáldi 
Fæddur
1782 
Dáinn
12. ágúst 1857 
Starf
Skáld 
Hlutverk
Skrifari; Ljóðskáld; Höfundur 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Skúli Bergþórsson 
Fæddur
1819 
Dáinn
2. apríl 1891 
Starf
Skáld 
Hlutverk
Ljóðskáld; Skrifari; Höfundur; Heimildarmaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Hulda Björk Þorkelsdóttir 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Milligöngumaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Starf
 
Hlutverk
Milligöngumaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Daði Davíðsson 
Fæddur
22. september 1859 
Starf
 
Hlutverk
Eigandi; Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir 
Fædd
9. júní 1968 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Rannver H. Hannesson 
Starf
Forvörður 
Hlutverk
Forvörður 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1
Sagan af Eiríki Loftssyni hinum einræna og Jóni Geirmundssyni skipasmið
Titill í handriti

„Sagan af Eiríki Loftssyni og Jóni Geirmundssyni skipasmið“

Skrifaraklausa

„Góðir lesarar! Þess læt ég aðeins í fám orðum getið, að saga þessi er fyrst rituð sem uppkast af skáldinu Níelsi sál. Jónssyni á hans síðustu árum, var hönum þá bæði farin að daprast sýn og stirðna hönd til að rita það sem alþjóðlegt skyldi vera; þess vegna bæði fyrir kynni sem hann hafði af mér og álit hans (sem rangt var) að ég væri fær um að rita bæði fegra mál og hreinna, enn sjálfur hann – þá bað hann mig að rita þessa sögu, hvörja hann tileinkar helst að munnlegri sögu Silunga Birni og síðan hafi borist millum elstu manna til sín á sömu leið. Er nú þessi saga hið fyrsta sem ég hefi reynt að rita og mitt fyrsta uppkast af henni, hefi ég fundið marga galla hennar síðan enn vegna ásóknar manna að fá hana lesna, hefi ég ekki komist til að rita hana að nýju, þess vegna þykir mér hún í alla staði óframbærileg fyrir þá hina upplýstari bæði til að lesa hana og einkum að prenta, og enda átti þetta handrit ekki til þess að verða fyrri enn ég hefði komist til að kasta því upp í annað sinn. Þeir sem þekkja ritshætti höfundarins geta ímyndað sér að ég hafi þurft talsvert að laga söguna og þeim sem hafa lesið báðar þykir hún talsvert frábrugðin að máli og heldur til bóta og nokkuð fullkomnari er vísur þær sem í henni eru setti ég rétt að gamni mínu. Meyjarlandi dag 5ta marz en 1860. S. Bergþórsson.Bl. 2r-2v.“

Aths.

Skáldsaga eftir Níels skálda Jónsson, aukin og endurbætt af Skúla Bergþórssyni.

Í formála sem Skúli Bergþórsson ritar gerir hann grein fyrir tilurð þessarar skáldsögu.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
i + 98 + i blað (164 mm x 106 mm)
Skrifarar og skrift

Ein hönd ; Skrifari:

Skúli Bergþórsson

Band

Innbundið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Meyjarland 1860.
Ferill

Hulda Björk Þorkelsdóttir bókavörður bókasafns Reykjanesbæjar sendi 28. febrúar 2005 kassa með handritum úr safninu áður Bæjar- og Héraðsbókasafnið í Keflavík. Samskiptin voru að tilhlutan Þórunnar Sigurðardóttur en handritin áttu ekki lengur neitt hlutverk í safninu. Í handritin hefur verið stimplað Bæjar- og héraðsbókasafnið Keflavík auk aðfangaárs sem er 1990 jafnframt hefur verið er skrifað inn aðfanganúmer á titlsíðu. Handritin eru öll innbundin, kjalmerkt og á þau hefur verið settur strikamiði.

Nafn í handriti: Daði Davíðsson.

Sjá Lbs 5632-5635 4to og Lbs 4938-4949 8vo.

Sett á safnmark í ágúst 2015.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður H. Jörundsdóttir skráði 28. ágúst 2015 ; úr óprentaðri handritaskrá.
Viðgerðarsaga

24. ágúst 2015 voru handritin sett til forvarðar til þess að fjarlægja kjalmiða og lím.

« »