Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 4520 8vo

Dægradvöl - sjálfsævisaga Benedikts Gröndal ; Ísland, 1887-1890

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Dægradvöl - sjálfsævisaga Benedikts Gröndal
Titill í handriti

Dægradvöl (ævisaga mín)

Vensl

Handritið Lbs 1644 4to inniheldur yngri útgáfu ævisögu Benedikts

Athugasemd

Dægradvöl er til í tveimur útgáfum, eldri útgáfunni sem gefinn var út árið 1923 og Benedikt ritaði á árunum 1893-1894 og yngri útgáfunni sem gefin var út í ritsafni Benedikts Gröndal árið 1953 og Benedikt ritaði á árunum 1893-1894 (líkast til hefur hann skrifað þessi handrit samhliða eða að yngri útgáfan sé afrit þess eldra).

Handritið Lbs 1644 4to inniheldur yngri útgáfuna.

Svo virðist að Lbs 4520 8vo sé jafnvel elsta útgáfa ævisögu Benedikts en í handritinu stendur að það sé skrifað 1887 og endað 7. mars 1890. Handritið er eins og elsta útgáfan nema þar vantar kaflann eftir 1874 sem er að finna í útgáfunni 1923. Sjálfslýsingu Benedikts er að finna í þessu handriti líkt og í eldri útgáfu ævisögunnar.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
280 blöð (195 mm x 165 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Benedikt Gröndal

Band

Innbundið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1887-1890.
Ferill
Gjöf frá Halldóru Gröndal, ekkju Benedikts Þórðarsonar Gröndal verkfræðings í Reykjavík 25. mars 1985. Sett á safnmark í september 2013.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður H. Jörundsdóttir frumskráði 3. september 2013 ; úr óprentaðri handritaskrá.
Lýsigögn
×

Lýsigögn