Skráningarfærsla handrits

Lbs 4445 8vo

Útfararræður ; Ísland, 1900-1930

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Útfararræður
Athugasemd

Útfararræður eftir séra Sigtrygg Guðlaugsson á Núpi í Dýrafirði og séra Janus Jónsson í Holti í Önundarfirði um Bernharð Jónsson bónda á Hrauni á Ingjaldssandi, Finn Eiríksson bónda frá Hrauni, Guðnýju Guðnadóttur (konu Finns), Gróu Greipsdóttur (móður Guðnýjar), Kristján Jónsson bónda á Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði (síðari mann Gróu) og Kristínu Jónsdóttur (vinnukonu Bernharðs). Sumt með hendi séra Sigtryggs og Kristjáns Davíðssonar í Ytri–Hjarðardal í Dýrafirði. Með liggur bréf (1) til Sigríðar Finnsdóttur frá Hrauni frá Kristjáni Guðmundssyni frá Brekku og bréf (3) frá Kristjáni Davíðssyni, ennfremur vitnisburður Guðbjargar Bjarnadóttur á Arnarnúpi í Dýrafirði um Bernharð Jónsson og gullbrúðkaupsljóð til Guðnýjar Guðnadóttur og Finns Eiríkssonar 11. október 1920 eftir Jóhannes Davíðsson í Ytri–Hjarðardal og með hendi hans.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
Sjö kver. Margvíslegt brot.
Skrifarar og skrift
Ýmsar hendur ; skrifarar óþekktir.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland á fyrri hluta 20. aldar að mestu.
Aðföng

Gjöf 7. október 1984 frá Guðmundi Bernharðssyni frá Ásatúni á Ingjaldssandi, samanber bréf er með liggur.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 10. maí 2019 ; úr óprentaðri handritaskrá.
Lýsigögn
×

Lýsigögn