Skráningarfærsla handrits

Lbs 5678 4to

ISLAND Traum und Erfüllung ; Ísland, 1989

Tungumál textans
íslenska

Innihald

ISLAND Traum und Erfüllung
Athugasemd

Bókin er frásögn á þýsku af ferðum þeirra mislöngum um Ísland um byggð ból og einkum óbyggðir, gangandi, á hestum eða öðrum faratækjum. Bókin er skreytt ljósmyndum og fléttuð víðtækum upplýsingum um Ísland, íslenska menningu og sögu og persónusögu. Minningarkaflar eru um ferðafélaga þeirra í Íslandsferðum Dr. Rudolf Jonas Dr. Franz Nusser og Lárus í Grímstungu. Við gerð bókarinnar hafa höfundar notið aðstoðar barna sinna þriggja og tengdasonar, þeirra: Wolfgang, Gertraut, Inge og Werner. Kom til Íslands árin 1932, 1933, 1934, 1935, 1960, 1962, 1965, 1978.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Vélrit.

Blaðfjöldi
96 blöð + 50 viðbótarblöð með myndum, kortum og ýmsu viðbótarefni, (298 mm x 208 mm)
Band

Innbundið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1989.
Ferill

Friederike Stefan sendir Landsbókasafni bókina í desember 1995. Varðveitt í þjóðdeild þar til 18. janúar 2006 er handritið var afhent til handritadeildar.

Sett á safnmark í júlí 2016.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður H. Jörundsdóttir skráði 25. júlí 2016 ; úr óprentaðri handritaskrá.
Lýsigögn
×

Lýsigögn