Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

Lbs 2243 4to

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Samtíningur; Ísland, 1846

Nafn
Daði Níelsson ; fróði ; grái 
Fæddur
1809 
Dáinn
8. janúar 1857 
Starf
Fræðimaður; Skáld 
Hlutverk
Þýðandi; Eigandi; Skrifari; Höfundur; Ljóðskáld; Bréfritari; Þýðandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Elina M.B. Fevejle Sveinsson 
Fæddur
1847 
Dáinn
1934 
Starf
 
Hlutverk
Gefandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Sigrún Guðjónsdóttir 
Fædd
14. júní 1946 
Starf
Handritavörður 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-36v)
Ævisaga kirkjulæriföður vors doktor Marteins Lúthers, blessaðrar minningar, s...
Titill í handriti

„Ævisaga kirkjulæriföður vors doktor Marteins Lúthers, blessaðrar minningar, samin á dönsku af prófessor N. M. Petersen, prentuð í Kaupmannahöfn 1840. Nú í einfeldni og fáfræði á íslensku snúin af Daða Níelssyni yngra frá Kleifum í Dalasýslu 1845-1846“

Skrifaraklausa

„Endað 12ta febrúarii 1846 D[aði] N[íelsson] (36v)“

Aths.

Á blaði (1r) er titill og formáli þýðanda

2(39v)
Merkilegt skoðunarspil (Það varð árið 1530 að fyrir Karli keisara hinum 5ta v...
Titill í handriti

„Merkilegt skoðunarspil (Það varð árið 1530 að fyrir Karli keisara hinum 5ta var skoðunarspil eitt leikið ...)“

Efnisorð
3(40r-44v)
Frá Jóni biskupi enum helga
Titill í handriti

„Frá Jóni biskupi enum helga“

Efnisorð
4(44v-72v)
Nokkur bréf erkibiskupa og konunga í Noregi sem hingað til lands hafa sem lög...
Titill í handriti

„Nokkur bréf erkibiskupa og konunga í Noregi sem hingað til lands hafa sem löggjafir send verið ásamt með nokkrum bréfum og skipunum hinni fyrri biskupa hér á landi og fleiru þessháttar útdregið úr biskups doktor Finns Jónssonar mikilvæga ritverki Historia ecclesiastica Islandiae fyrsta og fjórða tómus og öðru fleiru (annan og þriðja tómus á ég)“

Skrifaraklausa

„Hér eftirfylgja nokkur bréf (72v)“

5(74r-168v)
Um Eusebíus
Titill í handriti

„Um Eusebíus“

Aths.

Kirkjusaga eftir Eusebius á íslensku eftir danskri útleggingu

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Blaðfjöldi
i + 170 + i blöð (210 mm x 170 mm) Auð blöð: 1v, 37-39r, 73 og 169-170
Umbrot
Griporð
Skrifarar og skrift

Ein hönd ; Skrifari:

Daði Níelsson

Skreytingar

Litlar litskreytingar á blöðum: 85r, 92r, 101v. Litir rauður og grænn

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Aftan við handritið er óheilt blað með nótum við sálm með óþekktri hendi. Fyrsta heila ljóðlínan er: Banvæn til dauða borinn er ...

Fylgigögn

Aftan við handritið liggja 33 seðlar og blöð, flest m eð hendi Daða Níelssonar: óheilt nótnablað (með annarri hendi). Fyrsta heila ljóðlína: Hvör sér fast heldur ..., ættfræði, efnisyfirlit úr handritinu (með annarri hendi), síða úr prentuðu riti á dönsku, eitt blað þar sem greint er frá aldri þjóðþekktra manna árin 1810-1817, ættartölubrot Péturs Eyjólfssonar (2. blöð) innan í reikningi, sálmur ( — Ljóðið í þínu lífi vex ...), erindaupphöf í sálmi ( — Burt vendi neyð og kvíða ...), mánuðir gyðinga, eitt blað þar sem greint er frá atburðum í Evrópu árin 1774-1826, 4. blöð: Fáeinir einfaldir þankar að nýju uppvaktir við lestur smábóka Félagsritsins no. 25

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland [1846?]
Aðföng

Elina Marie Bolette (f. Fevejle, ekkja Hallgríms biskups Sveinssonar), seldi, 1929

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Blöð handrits voru ekki lesin saman

Sigrún Guðjónsdóttir lagaði skráningu, 5. maí 2010 ; Handritaskrá, 3. b. ; Sagnanet 6. desember 2000

Viðgerðarsaga

Athugað 2000

« »