Skráningarfærsla handrits
Lbs 39 4to
Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt
Ein skrifuð sjö orða bók; Ísland, 1699-1720
Innihald
Predikanir af sjö orðum Krists
„Góðar og guðrækilegar predikanir úr af sjö síðustu orðum Drottins Jesú Kristi á krossinum samanskrifaðar í latínsku máli af Balthasare Meisnero ... Enn á íslensku útlagðar af sr Sveini Símonssyni eður syni hans síra Jóni ... hvar með fylgja sjö hugleiðingar á jólunum út af Kristi fæðingu sama authoris og útleggjara“
Á íslensku útlagðar af síra Sveini Símonssyni eður syni hans síra Jóni að Hollti við Önundarfjörð.
Guðrækileg yfirvegan Christi pínu
„Guðrækilegar og mjög andríkar predikanir út af þeim sjö orðum, sem Drottinn vor Jesús talaði síðast á krossinum samanteknar af síra Páli Björnssyni ... anno 1699“
Eiginhandarrit.
Passíuhugvekjur eftir Lassenius
Lítill partur af Doct. Lassenii Tvennum sjö sinnum sjö Passíuhugvekjum.
Vantar aftan af.
Með sömu hendi og annar hluti.
Lýsing á handriti
Pappír.
Þrjár hendur; þekktur skrifari:
Titilblöðin fyrir I. - III. eru með hendi frá um 1800.
Uppruni og ferill
Ísland, um 1699 - 1720.
Aðrar upplýsingar
Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði, 21. október 2019 ;
Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 1. bindi , bls. 124.
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins | ed. Páll Eggert Ólason [et al.] | 1918-1937; I-III | |
Þorvaldur Thoroddsen | Landfræðissaga Íslands | 1892-1904; I-IV |