Skráningarfærsla handrits
Lbs 455 fol.
Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt
Viðbætir við ættartölubækur Ólafs Snóksdalíns, 2. bindi; Ísland, 1800-1899
Innihald
Viðbætir við ættartölubækur Ólafs Snóksdalíns, 2. bindi
Aftan við síðara bindið er: 1) Viðbætir nýrri ættliða með hendi þeirra feðga síra Brynjólfs að Útskálum og síra Sigurðar Sívertsens, einkum um Suðurnesja- og Eyjafjallaættir. 2) Viðbætir með hendi Bjarna Guðmundssonar ættfræðings árið 1861, og er vísað til ættbókarinnar sjálfrar.
Lýsing á handriti
Uppruni og ferill
Ísland, á 19. öld.
Jón Espólín hefur sent síra Brynjólfi að Útskálum, skólabróður sínum og fornvini, þetta rit sitt að gjöf, en frá síra Sigurði Br. Sívertsen hefur Bjarni Guðmundsson ættfræðingur fengið það (sbr. titilblað) og frá honum hefur það komist í eigu Jóns Péturssonar dómstjóra.
Aðrar upplýsingar
Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 1. aukabindi, bls. 3.
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 29. júní 2015.
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins | ed. Páll Eggert Ólason [et al.] | 1918-1937; I-III |