Skráningarfærsla handrits
JS 158 fol.
Skoða myndirSamtíningur; Ísland, 1859-[1888?]
Innihald
„Þau stærstu elds- og jökulhlaup sem hér hafa yfir fallið í Vestri-Skaftafellssýslu, og skrif eru fyrir, setjast hér með sínu ártali“
Listi yfir gos og hlaup í sýslunni ásamt heimildum og heimildamönnum
„Lítill viðbætir til fróðleiks þeim sem hann með réttri skynsemi skoða vilja“
„NB.Það, sem hingað er skrifað í þessa bók, var allt með sömu hendi á 59 blaðsíðum. Þessi síðasti kafli þ.e. "Lítill viðbætir", er eins og hann ber með sér, saminn eftir Kötluhlaupið 1783 einhvern tíma á þeim 6 árum þangað til Finnur biskup deyr 1789, en hver hann hafi samið eða hvort séra Jón Steingrímsson hefur samið hann eins og ritgjörðina um Kötluhlaupið 1783 sem hér á að koma næst á eftir - því hann er og skrifaður á eftir henni í sömu bókinni, veit ég ekki. Það sem hér kemur næst á eftir í bókinni, sem ég skrifa úr, er 1. konungatal til 1766, þeirra sem Ísland hefur verið háð, þá 2. hirðstjóraannáll til 1734, þá 3. annáll lögmanna til 1782, þá 4. biskupatal á Íslandi (Skálholti) til 1777 (á Hólum) til 1781. Um þessa menn flesta er ofur stutt ágrip af ævi þeirra. Þessi fjögur atriði, sem ná frá bls. 61-102, því 60. og 103. og 104. blss. eru auðar, skrifa ég ekki, en byrja á riti Jóns prests Steingrímssonar, sem þar byrjar á 105. bls. (17r)“
„(Hér á eftir kom aftur í sömu bókinni "Lítill viðbætir" o.s.fr. sem áður er skrifaður á 25.-29. bls. í þessari bók, og á hann óneitanlega betur við að standa hér á eftir en þar, hvort sem hann er eftir séra Jón Steingrímsson eða einhvern annan. Sá viðbætir var hér með sömu hendi og eldrit séra Jóns og þar á eftir enn með sömu hendi upptalning eldgosanna í vestri Skaftafellssýslu og úr Heklu, sem hér standa á 1. og 2. bls., úr Kötlu til 1755, og Heklu til 1693, en með annarri hendi var við bætt 1766; en hinum 1783 og 1823 úr Kötlu og 1845-46 úr Heklu hef ég viðbætt í upptalninguna) (31r)“
„Byggðar jarðir í Austur-Skaftafellssýslu árið 1783 voru eftirskrifaðar“
„Þetta skrif er ekki lengra, en er orðrétt afskrifað Hoffelli 28. septbr 1793. J. Helgason (33r)“
„Krafla, eldfjall nálægt Mývatni. Samantínt úr ritlingi Halldórs Jakobssonar á danska tungu 1757, Íslandsreisu þeirra Eggerts og Bjarna, og fátt eitt eftir eigin sjón ár 179[4], af Sv[eini] P[álssyni]“
Athugasemdir og skýringar neðanmáls
„Heklugos, samantínt úr ýmsu af Sv[eini] P[álssyni]“
Athugasemdir og skýringar neðanmáls
„Rit biskups dr. Hannesar Finnssonar um Heklugosið 1766 (útlagt af dönsku)“
Athugasemdir og skýringar neðanmáls
„Af Jóni biskupi Arasyni“
„Lítið ágrip um Skálholtsbiskup hr. Martein og Hólabiskup Ólaf Hjaltason“
„Nokkrar fáar greinir um vora jörð og hennar undarlegar náttúrur fram yfir önnur meiri og stærri lönd. Jón Guðmundsson málari. “
„(Skrifað eftir bók sem Einar bóndi Þorvarðarson í Nýjabæ á Akranesi á 1859 (60r))“
- Sennilega hluti af Tíðfordrífi
- Á blaði 65v, aftan við 16. lið, er athugasemd: „Þessar greinir hafa verið skrifaðar úr bók Jóns heitins Guðmundssonar málara, hverja hann hafði skrifað með sinni eigin hendi, þá datum skrifaðist 1617.“ - Ekki er ljóst hvort það sem á eftir kemur (65v-69v) er í raun úr riti Jóns
„Plánetubók“
„Lófabók“
- Mikill hluti blaðs 92r (undir titlinum) og ríflega helmingur blaðs 92v auðir, e.t.v. fremur af því að þar hafi átt að koma teikning(ar) eða einhver texti heldur en sökum þess að vantað hafi í handrit
- Neðsti partur blaðs 95r og efsti partur blaðs 95v auðir til að tákna eyðu í texta
Lýsing á handriti
Pappír.
Ein hönd ; Skrifari:
[Jón Árnason bókavörður]
- Það eldrit síra Jóns Steingrímssonar sem hér er varðveitt er hér í heild sinni.
- Efni á blöðum 3r-54r virðist eftirrit eftir Lbs 210 4to I. og VI.-XI. (breytt um röð), sbr. handritaskrá.
Uppruni og ferill
Úr safni Jóns Árnasonar bókavarðar.
Alþingi keypti handrita- og bókasafn Jóns Sigurðssonar árið 1878. Safnið var afhent Landsbókasafni að honum látnum, en hann lést 7. desember 1879. Það komst í hendur safnsins árið 1881 er það var flutt í Alþingishúsið.
Aðrar upplýsingar
Athugað 1999.