Skráningarfærsla handrits

ÍB 912 8vo

Compendium Chronologiæ Islandiæ 861-1800 ; Ísland, 1838

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Compendium Chronologiæ Islandiæ 861-1800
Skrifaraklausa

Þetta tímatals registur hefur samantekið Mr. D: Níelsson gr: og nú uppskrifað, samt nokkuð afbakað, eftir hans eiginhandarriti árið 1838. Af þeim sem einungis ætlar blöð þessi sjálfum sér og heitir Fimbulfambi.

Athugasemd

Aftast er viðauki með frásögu úr Kötlugosinu 1755 og um náttúruundur frá 1754 tekið úr Reisubók Bjarna og Eggerts. Þar á eftir fylgir texti um Elísabetu I Englandsdrottningu.

Á saurblað hefur verið skrifað: Árbók 861-1800. Daði ,,fróði".

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
17 blöð (172 mm x 103 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd.

Fimbulfambi.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1838.
Ferill

Aftast stendur: F. Jónsson Hálfstúdent 8.2.19.

ÍB 878 - 980 8vo er komið til bókmenntafélagsins smám saman á árunum 1895 - 1912 frá Jóni Borgfirðingi.

Aðföng

Landsbókasafn keypti árið 1901 handritasafn Hins íslenska bókmenntafélags, Kaupmannahafnardeildar (ÍB) og Reykjavíkurdeildar (ÍBR).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 3. bindi, bls. 193.

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði, 17. september 2018.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn