Skráningarfærsla handrits

ÍB 785 8vo

Kvæði og rímur ; Ísland, 1870-1872

Titilsíða

Hér skrifast kvæði og ýmislegt fleira svo sem ljóðabréf og rímur, m.m. ort af ýmsum. Uppskrifað af Jóni Ólafssyni frá Ossabæ 1870-72 (1r)

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (2r-17r)
Kaupmannabragur
Titill í handriti

Kaupmannabragur

Upphaf

Skáldin forðum skemmtu sér við fræði / skrifuðu og gerðu fögur kvæði …

Skrifaraklausa

Skrifað til sjós á höfuðdaginn 1870 (17r).

2 (17v-18v)
Gamalt kvæði
Titill í handriti

Gamalt kvæði a

Upphaf

Ágæt fljóð öll það skyldu kunna / sinn mann elska af hjarta heitt …

3 (19r-20r)
Gamalt kvæði
Titill í handriti

Gamalt kvæði b

Upphaf

Í Hollandi ein var sú / ekta gefin greifans frú …

4 (20r-25v)
Tyrkjasvæfa
Titill í handriti

Tyrkjasvæfa ort af síra Magnúsi á Hörgslandi

Upphaf

Almáttugur alvaldur, slíkur óumbreytanlegur …

Skrifaraklausa

Endað að skrifa á Vestmannaeyjahöfn , 22. okt. 1870 (25v).

5 (26r-27v)
Ljóðabréf
Titill í handriti

Ljóðabréf ort af Jóni Guðmundssyni frá Lambhaga

Upphaf

Tjáður dyggðum, frændi minn / fyrir tryggða verkin svinn …

6 (27v-29r)
Ljóðabréf
Titill í handriti

Ljóðabréf til Jóns Guðmundssonar

Upphaf

Í litlu standi lundi branda fríðum / færi ég miða fáorðan …

7 (29r-38r)
Rímur af Þorsteini skelk
Titill í handriti

Rímur af Þorsteini skelk, ortar af Guðmundi Diðrikssyni 1862 og eftir hans eiginhandarriti uppskrifaðar af Jóni Ólafssyni frá Ossabæ, sjómaður að Steinsholti í Vogum, 4. febrúar 1872

Upphaf

Þá öld með dygga Ólafur / æðstur réð Norvegi …

Athugasemd

Tvær rímur.

Efnisorð
8 (38r-42r)
Bragarlög
9 (42v-43v)
Vísur
10 (43v-43v)
Siglingavísur
11 (44r-46v)
Mæðravísur
Skrifaraklausa

Endað að skrif[a], Steinsholti í Vogum 23/2 72. Jón Ólafsson (46v).

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
46 blöð (169 mm x 103 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Jón Ólafsson

Band

Skinnband.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1870-1872.
Ferill

ÍB 785-788 8vo, frá Jóni Borgfirðingi.

Aðföng

Landsbókasafn keypti árið 1901 handritasafn Hins íslenska bókmenntafélags, Kaupmannahafnardeildar (ÍB) og Reykjavíkurdeildar (ÍBR).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 14. desember 2016 ; Handritaskrá, 3. bindi, bls. 173.
Viðgerðarsaga

Lýsigögn
×

Lýsigögn