Skráningarfærsla handrits
Holm. Perg. 18 4to
Skoða myndirSögubók; Ísland, 1300
Ljósprentun af handritinu var gefin út með titlinum The Saga of Gunnlaug Serpent-Tongue and three other sagas Perg. 4:O Nr 18 in the Royal Library, Stockholm árið 1986.
Innihald
„... [Nú] saknar [Halldór hestanna] og leitar...“
„... og lýkur þar þessi sögu.“
Óheil, vantar framan af sögunni og einnig á milli bl. 9 og 10.
„Saga þeirra Hrafns og Gunnlaugs ormstungu eftir því sem sagt hefir Ari prestur hinn fróði Þorgilsson er mestur fræðimaður hefir verið á Íslandi á landnámssögur og forna fræði“
„Þorsteinn hét maður, hann var Egilsson Skalla-Grímssonar Kveldúlfssonar...“
„...og lýkur þar nú sögunni.“
„Þar hefjum vér sögu þessa að Gautrekur...“
„... svarar Hálfdán spurt höfum vér að...“
Vantar aftan af, endar í 24. kafla.
„Heyri þér bræður hinir kristnu...“
„...og þótti maklegt að...“
Vantar aftan af handritinu og einnig vantar blöð á milli blaða 37 og 38.
Lýsing á handriti
Skinn
Sjö kver.
- Kver I: blöð 1-8.
- Kver II: blöð 9-17.
- Kver III: blöð 18-24.
- Kver IV: blöð 25-34.
- Kver V: blöð 35-40.
- Kver VI: blöð 41-48.
- Kver VII: blöð 49-54.
- Vantar framan og aftan af handritinu og einnig vantar blað/blöð milli blaða 9 og 10, 34 og 35 og 37 og 38.
- Blaðið sem vantar milli blaða 9 og 10 fannst árið 1951 í Landsbókasafni Íslands (Lbs fragm 1).
- Vantað hefur framan á handritið þegar Jón Eggertsson keypti það á Íslandi. Árni Magnússon fékk seinna fyrstu tólf blöð handritsins að láni og eyðilögðust þau í Kaupmannahafnarbrunanum 1728.
- Skrift á blöðum 8v og 54v er mjög máð og illlæsileg.
- Göt sem myndast hafa við verkun skinnsins, t.d. á blöðum 23, 13 og 42.
- Texti skertur t.d. á blöðum 1, 35 og 50 vegna rifa í skinni.
- Blað 47 hefur nærri rifnað í tvennt og texti því skaddaður.
- Á blaði 52r hefur eitt orð verið skafið úr textanum.
- Eindálka.
- Línufjöldi er 27-39 línur.
- Gatað hefur verið fyrir línum.
- Auðir reitir fyrir upphafsstafi og fyrirsagnir, einkum í Gunnlaugs sögu ormstungu og Hrólfs sögu Gautrekssonar.
Átta hendur.
I. 1r-8v: óþekktur skrifari, textaskrift.
II. 9r-9v, 12v, fyrsta orðið á blaði 13r og upphafsorð kaflans sem byrjar á blaði 20r21. Hann hefur einnig skrifað ofan í síðustu línu blaða 7v og 8r: óþekktur skrifari, textaskrift.
III. 10r-12r: óþekktur skrifari, textaskrift.
IV. 13r-24r: óþekktur skrifari, textaskrift.
V. 24v: óþekktur skrifari, textaskrift.
VI. 25r-28v3 og 28v15-34v: óþekktur skrifari, textaskrift.
VII. 28v3-15: óþekktur skrifari, textaskrift.
VIII. 35r-54v: óþekktur skrifari, textaskrift.
Stækkaðir upphafsstafir, dökkir að lit og sumir flúraðir t.d. á blöðum 10r, 18r, 19v og 20r.
Leifar af upphafsstaf (hugsanlega rauðum) t.d. á blöðum 10v, 19r, 22v og 23r.
Rauðir upphafsstafir t.d. á blöðum 25r, 26v og 27r.
Stór upplitaður upphafstafur á blaði 12v.
Leifar af gulum lit á upphafstaf á blaði 9v.
Upphafsstafir í Ólafs sögu Tryggvasonar eru rauðir (t.d. á blaði 44r), rauðir með dökku flúri (t.d. á blaði 51v) eða dökkrauðir með rauðu flúri (t.d. á blaði 52v).
Í Ólafs sögu Tryggvasonar eru rauðlitar fyrirsagnir við byrjun hvers kafla, t.d. 35r, 42v, 51r.
Inngangsorð Gunnlaugs sögu (blað 12v) eru rauðlituð.
Uppruni og ferill
Ordbog over det norrøne prosasprog
). Skrift á blaði 24v virðist vera með yngri hendi en aðrir hlutar handritsins og gæti hún verið frá ca 1400.Jón Eggertsson keypti handritið á Íslandi árið 1682 eða 1683 fyrir 5 ríkisdali og 3 mörk.
Hann flutti handritið til Svíþjóðar þar sem það var geymt í Antikvitetskollegiet.
Handritið er nú í Konunglegu bókhlöðunni í Stokkhólmi.
Aðrar upplýsingar
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
The Saga of Gunnlaug Serpent-Tongue and three other sagas Perg. 4:O Nr 18 in the Royal Library, Stockholm, Early Icelandic manuscripts in facsimile | ed. Bjarni Einarsson | 1986; 16: s. 46 p., [114] p. of plates | |
Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre | ed. Den arnamagnæanske kommision | ||
Katalog öfver Kongl. Bibliotekets fornisländska och fornnorska handskrifter | ed. Vilhelm Gödel | s. 55-56 |