Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXV,31

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Umboðsbréf Ara Magnússonar; Íslandi, 1608-1650

Nafn
Björn Magnússon 
Dáinn
1635 
Starf
Sýslumaður 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Ari Magnússon 
Fæddur
1571 
Dáinn
11. október 1652 
Starf
Sýslumaður 
Hlutverk
Höfundur; Skrifari; Þýðandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Bjarni Gunnar Ásgeirsson 
Fæddur
8. ágúst 1982 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þuríður Ósk Sigurbjörnsdóttir 
Fædd
4. apríl 1997 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r)
Umboðsbréf Ara Magnússonar
Titill í handriti

„Umboðsbréf Ara Magnússonar svo látandi orð eft[ir] orð sem hér greinir“

Upphaf

Það meðkennist ég Björn Magnússon kóngs umboðsmann yfir Barðastrandarsýslum, að ég hef veitt og kennt …

Aths.

Björn Magnússon sýslumaður færir bróður sínum, Ara Magnússyni, umboð yfir syðra part Barðastrandarsýslu í næstum þrjú ár, 1608-1610. Bréfið er ódagsett.

Á 1v er utanáskrift.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

IS5000-DIF-LXXV-31

Blaðfjöldi
Eitt blað (327 mm x 208 mm).
Ástand
Brotalínur og viðgerðir.
Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Safnmarkið er skrifað efst á bl. 1r auk ártalsins „1608“.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skjalið var skrifað á Íslandi ca. 1608-1650.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu á árinu 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 17. september 2018. ÞÓS skráði 23. júlí 2020.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

« »