Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXV,26

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Vitnisburður um gjöf Eggerts Hannessonar; 1578

Nafn
Eggert Hannesson 
Fæddur
1515 
Dáinn
1583 
Starf
Lögmaður; Sýslumaður; Hirðstjóri 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Ragnheiður Eggertsdóttir 
Fædd
1550 
Dáin
6. ágúst 1642 
Starf
Húsfreyja 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1v-2r)
Vitnisburður um gjöf Eggerts Hannessonar
Upphaf

Í nafni heilagrar þrenningar meðkennum, yfirlýsum og opinbert gjörum …

Vensl

Bréf sama efnis frá 1578 er í AM Dipl. Isl. Fasc. LXXV,25.

Aths.

Afrit af vitnisburði um gjöf Eggerts Hannessonar til dóttur sinnar Ragnheiðar og barna hennar.

Vitnin eru: Torfi Jónsson, Guðmundur Helgason, Guðmundur prestur Einarsson, Ormur Erlingsson, Konráð Jónsson, Lassi Jakobsson.

Upprunalega bréfið er dags. 1580.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Tvíblöðungur (200 mm x 162 mm). Bl. 1r og 2v auð. Á bl. 1r er límdur seðill.
Umbrot

  • Eindálka. Skrifað í einu lagi þvert yfir bl. 1v-2r.
  • Leturflötur er ca 160 mm x 290 mm
  • Línufjöldi er 25.

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Óþekktur skrifari, blendingsskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Safnmarkið skrifað efst í vinstra horn blaðs 1r.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Fylgigögn
Seðill límdur efst á bl. 1r: „Bréf og lýsing Eggerts Hannessonar að hann gæfi sinni dóttur Ragnheiði og hennar börnum allt það fastagóss og lausa peninga sem hann ætti á Íslandi.“

Uppruni og ferill

Uppruni
Skjalið var skrifað á Íslandi á síðari hluta 16. aldar eða á 17. öld.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu á árinu 1996 eða 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEIP5 22. febrúar 2017.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

« »