Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXV,8

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Vitnisburðarbréf; Íslandi, 1680-1730

Nafn
Bjarni Gunnar Ásgeirsson 
Fæddur
8. ágúst 1982 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þuríður Ósk Sigurbjörnsdóttir 
Fædd
4. apríl 1997 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-3r)
Vitnisburðarbréf
Titill í handriti

„Um mótfall Rafns lögmanns mót Ólafi biskupi með 3 innsigli.“

Upphaf

Það gjörum vér Sveinbjörn Þórðarson, Eiríkur Einarsson, Jón Broddason, Guðmundur Skúlason, Sigurður Þorláksson, Jón Þorvaldsson, Guðmundur Jónsson, Snjólfur Sigurðsson, Bessi Svartsson, Hallkell Guðmundsson og Helgi Illugason prestar Hólabiskupsdæmis …

Aths.

Uppskrift af vitnisburðarbréfi ellefu klerka um mótfall Rafns lögmanns Brandssonar og lögréttumanna við Ólaf biskup Rögnvaldsson, dagsettu 6. júlí 1481.

Skjalið er prentað eftir frumriti í Íslenzku fornbréfasafni bindi VI, nr. 347, bls. 379-381.

2(3r-4v)
Barðsdómur hinn fyrri
Titill í handriti

„Enn um sama Rafn“

Upphaf

Það gjörum vér, Sveinbjörn Þórðarson, Ketill Grímólfsson, Magnús Jónsson, Þorleifur Magnússon …

Aths.

Dómur átján presta, útnefndur af Ólafi biskupi á Hólum, um ákæru biskups til þeirra bræðra Hrafns, Halldórs og Snjólfs Brandssona um kirkjugóssin á Barði í Fljótum (Barðsdómur hinn fyrri).

Skjalið er prentað eftir frumriti í Íslenzku fornbréfasafni bindi VI, nr. 317, bls. 335-337.

Efnisorð
3(4v)
Tveir útdrættir
Upphaf

Fylgir vitnisburður Sveinbjarnar Þórðarsonar eigin hendi … að þá lesið var upp þeirra dómsbréf …

Aths.

Útdrættir af vitnisburðum Sveinbjarnar Þórðarsonar og Jóns Broddasonar frá 1481.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

IS5000-DIF-LXXV-8

Blaðfjöldi
Fjögur blöð (tveir tvíblöðungar) (210 mm x 170 mm).
Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Safnmarkið skrifað á spássíu á bl. 1r auk ártalsins „1481“. Efst á blaðið hefur verið bætt við með yngri hendi: „Bókmfél. Nr. 126, p. 224“ og „MSteph. 78 Fol. p. 199-202“. Sama ártal er ritað á spássíur 3r og 4v, þar sem uppskriftir annarra bréfa hefjast.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skjalið var skrifað á Íslandi ca. 1680-1730.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu á árinu 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 13. september 2018. ÞÓS skráði 22. júlí 2020.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Diplomatarium Islandicum: Íslenzkt fornbréfasafn, sem hefir inni að halda bréf og gjörnínga, dóma og máldaga, og aðrar skrár, er snerta Ísland eða Íslenzka menned. Jón Sigurðsson1857-1972; I-XVI
« »