Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXV,5

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Viðvíkurdómur; Íslandi, 1600-1750

Nafn
Bjarni Gunnar Ásgeirsson 
Fæddur
8. ágúst 1982 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-2r)
Viðvíkurdómur
Upphaf

Það gjörum vér Sveinbjörn Þórðarson, Jón Broddason, Þorsteinn Jónsson, Magnús Jónsson, Þorleifur Magnússon, Sigurður Þorláksson …

Aths.

Viðvíkurdómur tólf presta útnefndur af Ólafi biskupi Rögnvaldssyni um Hólateig í Fljótum. Uppskrift af bréfi sem dagsett er 29. apríl 1474.

Skjalið er prentað eftir frumriti í Íslenzku fornbréfasafni bindi V, nr. 654, bls. 737-741.

2(2r)
Staðfesting
Upphaf

Ví, Ólaf, með Guðs náð, biskup á Hólum, gjörum góðum mönnum viturlegt með þessu voru opnu bréfi ...

Aths.

Ólafur biskup á Hólum staðfestir og samþykkir Viðvíkurdóm. Uppskrift af bréfi sem dagsett er 1. maí 1474.

Skjalið er prentað eftir frumriti í Íslenzku fornbréfasafni bindi V, nr. 655, bls. 742.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Tvíblöðungur (330 mm x 213 mm). Bl. 2v er autt.
Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Óþekktur skrifari, blendingsskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Safnmarkið skrifað efst á bl. 1r auk ártalsins „1474“.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skjalið var skrifað á Íslandi á 17. eða 18. öld.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu á árinu 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 12. september 2018.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Diplomatarium Islandicum: Íslenzkt fornbréfasafn, sem hefir inni að halda bréf og gjörnínga, dóma og máldaga, og aðrar skrár, er snerta Ísland eða Íslenzka menned. Jón Sigurðsson1857-1972; I-XVI
« »