Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIV,20

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Vitnisburðarbréf; Ísland

Nafn
Jack Hartley 
Fæddur
31. maí 1993 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar

Innihald

1(1r-2v)
Vitnisburðarbréf
Upphaf

Meðkennist eg Arngrímur Jónsson, að anno 1626 um …

Niðurlag

„… á Miklabæ í Blönduhlíð, 22. Martius 1626. Arngrímur Jónsson.“

Aths.

Vitnisburðarbréf skrifað af Arngrími Jónssyni.

Nöfn í skjalinu: Ingjaldur Illugason, Jón Sigurðsson og Ólafur Jónsson.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Tvíblöðungur (201 mm x 160 mm).
Ástand
Gert hefur verið við rifur og göt. Letur er máð í broti.

Texti á 2v er illlæsilegur, e.t.v. vegna vatnsskemmda.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 170 mm x 135 mm.
  • Línufjöldi 26.

Skrifarar og skrift

Arngrímur Jónsson, léttiskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Safnmarkið er skrifað á bl. 1r.

Á 1r með blýanti: „Afskrift no. 515“.

Dagsetning með blýanti á bl. 1r.

Band

Umbúðir og askja frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).

Innsigli

Leifar af rauðu innsigli.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Miklabæ í Blönduhlíð [í Akrahreppi] 1626.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu á árinu 1996 eða 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • JH skráði samkvæmt reglum TEIP5 29. ágúst 2017.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
« »