Skráningarfærsla handrits
AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIV,13
Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt
Vitnisburðarbréf um eign Hagakirkju í Barðastrandasýslu; Ísland
Innihald
Vitnisburðarbréf um eign Hagakirkju í Barðastrandasýslu
„Eg Ormur Erlingsson auglýsi og opinbera gjöri með þessu mínu sanninda vitnisburðarbréfi …“
„… skrifað að Haga á Barðaströnd þann iiij dag junii anno 1600.“
Á bl. 2r er vitnisburður Jóns Egilssonar og Sæmundar Jónssonar um að rétt sé haft eftir Ormi Erlingssyni og Jóni Magnússyni eldra.
Lýsing á handriti
- Eindálka.
- Leturflötur er ca 150 mm x 135-140 mm.
- Línufjöldi 23-24 (8 á bl. 2r).
Óþekktur skrifari, léttiskrift.
Safnmarkið er skrifað efst á bl. 1r.
Á bl. 2v stendur: „Vitnisburður Orms Erlingssonar um Hestavík 1600“.
Umbúðir og askja frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).
Tvö innsigli, pappírsmiði yfir öðru en hitt er að hluta til dottið af.
Uppruni og ferill
Bréfið var skrifað á Íslandi 4. júní 1600.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu á árinu 1996 eða 1997.
Aðrar upplýsingar
Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.
Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.
- Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|