Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIV,4

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Vitnisburðarbréf Orms Sturlusonar 1571; Ísland

Nafn
Ormur Sturluson 
Fæddur
1516 
Dáinn
1575 
Starf
Lögmaður 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jack Hartley 
Fæddur
31. maí 1993 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r)
Vitnisburðarbréf Orms Sturlusonar 1571
Upphaf

Eg, Ormur Sturlason, óverðugur fyrir guði mínum, lögmaður norðan og vestan á Íslandi …

Niðurlag

„… mitt innsigli fyrir þetta mitt bréf skrifað í Flatey á mánudaginn næsta fyrir Kalixtusmessu þá liðið var frá Guðs burði Jesú Kristí m.d.lxx og eitt ár.“

Aths.

Bréfið tengist máli Orms Sturlasonar lögmanns sem tekið var fyrir á Alþingi 1572. Sjá Alþingisbækur Íslands, bindi I. Anno 1572 nr. 1, bls. 101-102. Reykjavík 1912-1914

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Eitt blað (202 mm x 155 mm). Bl. 1v autt.
Ástand

Blaðið er skítugt, notkunarnúið og blettótt. Viðgert og styrkt með pappír.

Göt skerða texta.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur 150 mm x 145 mm.
  • Línufjöldi 22.

Skrifarar og skrift
Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Ártalið 1571 er skrifað með blýanti neðst til vinstri á bl. 1v.

Band

Umbúðir og askja frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).

Innsigli

Innsigli neðst, sem pappírsmiði hefur verið límdur yfir.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað í Flatey á Eyjafirði, Íslandi 1571.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu á árinu 1996 eða 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • JH skráði samkvæmt reglum TEIP5 24. júlí 2017.
  • ÞS yfirfór og jók við 21. ágúst 2017.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Alþingisbækur Íslands I, 1570-15811912-1914; I
« »