Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIII,16

Aflausnarbréf

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r)
Aflausnarbréf
Upphaf

… í vinnu og verknaði á helgum tíðum fyrir sig og sitt fólk, og öllum tíundargjöldum sem …

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafn IX. nr. 589, bls. 709-711. Reykjavík 1909-1913.

Athugasemd

Ólafur prestur Guðmundsson afleysir Þorstein Guðmundsson af annarri barneign með Guðrúnu Ásmundsdóttur, svo og öðrum brotum við heilaga kirkju, dags. 15. september 1534.

Á bakhlið (1v) er brot af utanáskrift: … sín br[ot] og barneignir. Einnig er ritað með ungri hendi Apogr. 775.

Uppskrift bréfsins með hendi Árna Magnússonar er í AM Dipl. Isl. Apogr. 775. Uppskriftin var gerð meðan bréfið var heilt.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað (um 45 mm x 181 mm).
Ástand
Bréfið er óheilt, skorið hefur verið ofan og neðan af því auk þess sem vinstri kantur hefur rifnað af með þeim afleiðingum að texta hefur skaðast.
Skrifarar og skrift
Ein hönd.

Óþekktur skrifari, léttiskrift.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Innsigli

Uppruni og ferill

Uppruni
Skrifað á Kollafjarðarnesi 15. september 1534.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu í apríl 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 22. maí 2018.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1997 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIII,16
  • Efnisorð
  • Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  
Efni skjals
×
  1. Aflausnarbréf

Lýsigögn