Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLVI,20

Transskript; dómsbréfi. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Transskript; dómsbréfi.
Upphaf

Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra sendum vér Jón Eireksson, Jón Helgason, Steinn Þorgeirsson, Skúli Tómasson, Guðmundur Guðmundsson og Björn Arnórsson …

Niðurlag

… Árum eftir guðs burð þúsund fimmhundruð tuttugu og fimm ár.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnIX. nr. 242, bl. 268-269. Reykjavík 1909-1913

Athugasemd

Dómur útnefndur af Erlendi Þorvarðssyni lögmanni um kærur Péturs Loptssonar til Eyjólfs Einarssonar vegna Sigríðar Þorsteinsdóttur kvinnu Péturs um þann arf er fallið hafði eftir Ragnheiði Eireksdóttur heitina (DI IX:268).

Fyrir ofan bréfið votta Sæmundur Símonarson og Jón Jónsson að þeir hafi lesið yfir frumbréfið með ósködduðum innsiglum. Frumbréfið er ekki varðveitt

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (110 mm x 200 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 90 mm x 160 mm
  • Línufjöldi er 20.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með yngri hendi: „Domur vppa xl ͨ hia eyolffe Einarssyni“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Annað innsiglið er varðveitt og hinn innsiglisþvengurinn hangir einnig við bréfið.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Frumbréfið var skrifað á Öxarárþingi 1. júlí 1525 en transskriptarbréfið var skrifað í Ytri-Djúpadal í Eyjafirði 30. ágúst sama ár.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 17. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XLVI,20
  • Efnisorð
  • Dómar
    Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn