Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM Dipl. Isl. Fasc. XLVI,18

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Bréf um peningaarf Björns Þorleifssonar.; Ísland, 1524

Nafn
Ögmundur Pálsson 
Fæddur
1475 
Starf
Biskup 
Hlutverk
Óákveðið; Nafn í handriti ; Embættismaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Björn Þorleifsson 
Starf
Bóndi 
Hlutverk
Nafn í handriti ; Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórdís Edda Jóhannesdóttir 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-1v)
Bréf um peningaarf Björns Þorleifssonar.
Upphaf

Vér bróðir Ögmundur með guðs náð, biskup í Skáholti, gjörum góðum mönnum kunnigt …

Niðurlag

„… fyrir þetta gjörningabréf skrifað í sama stað, degi síðar en fyrr segir, anno domini þúsund fimmhundruð og tuttugu og þrjú ár.“

Aths.

Ögmundur biskup í Skálholti fær og aftur leggur Birni Þorleifssyni bónda þá peninga sem honum höfðu til erfða fallið eftir Jón dan föðurbróður sinn. Gerningsvottar voru Jón Eireksson, Ólfur Guðmundsson bóndi og Jón Björnsson (DI IX:236-237).

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafn bindi IX. nr. 210, bl. 236-237. Reykjavík 1909-1913

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (60 mm x 205 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 45 mm x 180 mm
  • Línufjöldi er 9.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með yngri hendi: „Biskups ogmundar Brief þar sem hann fær Birni Þorleifssyni afftur Eigner þær er Jon Dan atte“.

Á tveimur innsiglisþvengjum eru leifar af skrift úr bréfi; það sem hægt er að lesa af því er prentað í Íslenzku fornbréfasafni IX. bl. 237.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 370 mm x 20 mm).

Innsigli

Öll fjögur innsiglin eru varðveitt en tvö nokkuð skert.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið var skrifað á Reykhólum 6. september 1524.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 17. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Diplomatarium Islandicum: Íslenzkt fornbréfasafn, sem hefir inni að halda bréf og gjörnínga, dóma og máldaga, og aðrar skrár, er snerta Ísland eða Íslenzka menned. Jón Sigurðsson1857-1972; I-XVI
« »