Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLI,15

Staðfestingarbréf Ólafs Diðrekssonar hirðstjóra. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Staðfestingarbréf Ólafs Diðrekssonar hirðstjóra.
Upphaf

Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra og sérdeilis þeim góðum mönnum sem byggja og búa millum Geirhólms og Langaness heilsar eg Ólafur Diðreksson hirðstjóri …

Niðurlag

… fyrir þetta opið bréf hver er gjört var á Bessastöðum á Álftanesi þriðjudaginn næsta fyrir translatío sancte Thome anno domini þúsund fimmhundruð og tólf.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 320, bl. 388-390. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Ólafur Diðreksson hirðstjóri staðfestir þau skilríki og úrskurði er Björn Guðnason hafi fyrir jörðinni Eyri í Seyðisfirði og Breiðdal í Önundarfirði og fleiri jörðum er Stephán biskup hafði skipað af Birni og bannar öllum, sérstaklega Jóni Jónssyni, að hindra Björn hér um og skyldar alla honum til styrks, kvittar Björn um sýslugjöld og bannar verzlun við enska duggara (DI VIII:388).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (110 mm x 315 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 95 mm x 265 mm
  • Línufjöldi er 23.

Skrifarar og skrift

Skrifari er Björn Guðnason.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með hendi Eggerts Hannessonar: „Samþycki Olafs Diricksonar vppa þa Doma sem gíengid hafa uppa nokkra garda sem Biorn hafdi til erfda fallid“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 370 mm x 20 mm).

Innsigli

Innsiglið fyrir bréfinu er varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið var skrifað á Bessastöðum 29. júní 1512.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 2. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XLI,15
  • Efnisorð
  • Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn