Skráningarfærsla handrits
AM 254 8vo
Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt
Um Íslendingabók; Skálholt og Kaupmannahöfn, 1700-1725
Innihald
Um Íslendingabók
Minnisgreinar Árna Magnússonar um Íslendingabók Ara fróða.
Tilvísanir í ýmis fornrit.
Maríu saga
„Úr Maríu sögunni stóru frá Hrunakirkju“
Kaflar úr Maríu sögu.
Tvö titilblöð, bl. 65 og 73.
Auð bl.: 65v, 70v-72v, 73v.
Um örnefni
Athugagreinar um ýmis örnefni á Suður- og Vesturlandi.
„Fabulæ um Sæmund fróða“
Á bl. 313r m.h. Árna Magnússonar: „1701 bað eg mag. Björn um allar þær relationes um Sæmund fróða, er hann heyrt hefði, hversu heimskulegar sem þær væri, og að þær heldur mættu verða dilucide (ef so skyldi segjast) uppteiknaðar, en compendiose. Eg trúi hann sendi mér nokkrar það ár.“
Undir öftustu sögunni er nafnið Halldór Þorbergsson.
Ævisaga Sæmundar m.a.h. í bindi III, bl. 20r-24v en bl. 22 og 23r eru auð.
Sögurnar eru prentaðar eftir handritinu í Munnmælasögum 17. aldar, bls. 39-45, en ævisaga Sæmundar fróða á bls. cv-cvi.
Minnisgreinar um Sæmund fróða
Munnmæli um Sæmund fróða
„De Sæmundo froda, Relationes fabulosæ“
Fyrirsögn í handriti er á bl. 379r, sem er bl. 29r í III. bindi.
Bl. 379ver autt.
Munnmælin eru prentuð eftir þessu handriti í Munnmælasögum 17. aldar, bls. 45-48.
Lýsing á handriti
- Blöð tölusett nýlega með blýanti neðst 1-397 (þar með talið bl. 55bis en hlaupið yfir tölurnar 244-253), einnig þar með talin 4to-blöð sem tekin hafa verið úr handritinu og bundin sér í III. bindi. Þar eru blöð 7, 23, 41, 42, 55bis, 58, 64, 121, 140-144, 151, 189, 209, 217, 236, 273, 312, 336, 345-347, 350-351, 379.
- Eldri blaðmerking á stöku stað.
Upprunalega samsafn af lausum blöðum, seðlum og kverum.
Að mestu með hendi Árna Magnússonar, fljótaskrift.
Band frá því í janúar 1988. Handritið er í þremur bindum (I og II: 177 mm x 130 mm x 45 mm. III: 228 mm x 193 mm x 15 mm).
Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra nýju bandi.
Athugasemdir á seðlum liggja til grundvallar efnisþættinum á s. 49-362 í AM 411 fol., þ.e. Annotationes Arnæ Magnæi in Aronis Polyhistoris Libellum, cui Titulus Libellus de Rebus Islandorum.
Uppruni og ferill
Ritunarstaður Skálholt og Kaupmannahöfn. Handritið er tímasett til upphafs 18. aldar í Katalog II 1892:466.
Á bl. 203v er hluti af utanáskrift: „Magnussen ... og Antiqvitatum Dani... nhavn“. Á bl. 332v og 334v er utanáskrift til Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn. Einnig á bl. 342v en á 368v og 393v og 397v er utanáskriftin Skálholt.
Handritið var áður hluti af KBAdd 2 8vo með viðbótum úr KBAdd 1 8vo og KBAdd 65 4to.
Stofnun Árna Magnússonar tók við handritinu 10. febrúar 1988.
Aðrar upplýsingar
ÞS skráði 10.-12. september 2018.
GI færði inn grunnupplýsingar 7. ágúst 2012.
Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over den Arnamagnæanske håndskriftsamling, II. bindi, bls. 466.
Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Munnmælasögur 17. aldar, Íslenzk rit síðari alda | ed. Bjarni Einarsson | ||
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling | ed. Kristian Kålund | ||
Bjarni Einarsson | Munnmælasögur 17. aldar, Íslenzk rit síðari alda | 1955; 6 | |
Eiríkur Þormóðsson, Guðrún Ása Grímsdóttir | Oddaannálar og Oddverjaannáll, | 2003; 59 | |
Már Jónsson | Árni Magnússon : ævisaga | ||
Jóns saga Hólabyskups ens helga, | ed. Peter Foote | 2003; 14 | |
Jonna Louis-Jensen, Stefán Karlsson | „En marginal i Codex Regius af Den ældre Edda“, | s. 80-82 | |
Finnur Jónsson | Árni Magnússons Levned og Skrifter |