Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 103 8vo

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Rímur; Ísland, 1640-1660

[This special character is not currently recognized (U+f10d).]

Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-88r)
Nóa rímur
Höfundur

Séra Jón Magnússon í Laufási

Aths.

Á bl. 74v er titillinn „Noa þulur“.

Ellefu rímur, með tveimur viðbótum.

Bl. 6-7, 19v, 88v-90 eru auð.

2(91r-136v)
Rímur af Bileam
Höfundur

Séra Jón Magnússon í Laufási

Titill í handriti

„Balaams Rijmur“

Aths.

Sjö rímur.

Bl. 137-138 eru auð.

3(139r-253v)
Rímur af kóngabókunum
Höfundur

Séra Jón Magnússon í Laufási

Titill í handriti

„Rijmur vt a? Konga Bokunum“

Aths.

Vantar aftan af og innan úr.

Rímurnar eru 25 alls.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
253 blöð auk innfestra seðla 14bis, 101bis, 156bis, 163bis, 234bis ().
Ástand

  • Blöð vantar í handritið.
  • Neðri helmingur bl. 19 burtskorinn.

Skrifarar og skrift
Nótur

Nótur á blaði úr latnesku helgisiðahandriti er notað var sem kápa utan um handritið.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á bl. 90v er nafn eiganda.

Band

Band trúlega frá c1960-1970.

Blað úr latnesku helgisiðahandriti með nótum var áður utan um handritið, fóðrað með hluta úr sendibréfi.

Fylgigögn

Fastur seðill (tvinn) (156 mm x 103 mm)með hendi Árna Magnússonar og skrifara hans: „þeße Rimnabok heyrer til Sigurde Sigurdssÿne ä Firde, og ä honum aptur ad skilast. Er hónd sira Jons Magnussonar i Laufase. þeße Gamla Rimnabok heyrir mier undirskrifadur til testor Fyrde 1707 dagz 17 september Sigurdur Sigurdsson “

Uppruni og ferill

Uppruni

Eiginhandarrit sr. Jóns Magnússonar í Laufási, skrifað um 1650 samkvæmt Katalog II, bls. 392, en Rímur af Bileam eru sagðar ortar 1657-1658 (bl. 136v).

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið að láni hjá Sigurði Sigurðssyni í Firði 1707 (sjá seðil). Árið 1685 átti Sigurður Sigurðsson í Haga á Barðaströnd það (bl. 90v), en séra Jón Magnússon um 1650 (bl. 202v) og um 1657 (saurbl. aftast, hluti úr sendibréfi á dönsku, þar eru ennfremur fleiri eigendanöfn). Fleiri eigendanöfn koma fyrir á bl. 14bis.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 13. mars 1984.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog II, bls. 392 (nr. 2307). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 23. janúar 1890. ÞS skráði 1. febrúar 2002.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn á árunum 1960-1970.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Renegatíf filma á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, keypt af Arne Mann Nielsen í janúar 1981. Askja 220.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
« »