Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 720 a I 1-2 4to

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Helgikvæði

Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðrún Ingólfsdóttir 
Fædd
1. maí 1959 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Giovanni Verri 
Fæddur
20. desember 1979 
Starf
Stúdent 
Hlutverk
student 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Már Jónsson 
Fæddur
19. janúar 1959 
Starf
 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Aths.
Samsett úr tveimur handritum.

Lýsing á handriti

Band

Band frá ágúst 1967 (244 mm x 249 mm). Pappakápa með línkili. Skinnblaðið er límt á móttak, en uppskrift Árna Magnússonar er saumuð á móttak. Handritin liggja í öskju með öðrum handritum í AM 720 a I-XI 4to.

Fylgigögn
Tveir seðlar (tveir fremst við 720 a I, hinn fremst við 720 a II)
 • Seðill 1fremst við AM 720 a I 4to fyrsti seðillinn, merktur "a" (205 mm x 162 mm) er fyrsta blað tvinns, sem aftara er autt. „

  Herra Konungur Olaf hialpare Norex landa, / þer kom til handa / med helgum anda / eilif nad fyrer jesum Krist; / heidr þinn mun um heiminn nordr standa, / þu komt oss bade ur kvolum ok vanda, / kender tru krapta ok list; / mustare klen / þu vigder væn, / villo kroten en miskun sen, / þu þat þat len / af guði igen, / herradæmi ok himna vist. / herra kong Olaf huggara ma þig kalla, þu letz falla / forna stala, / braust þu i sundr bolund hofi / refsa æeztu ran ok stulde alla, / rettum domi villdar eigi kalla, / ok aflder þannveg jesu lofi; / logi kom raudr, / en uppgeck audr, / iafnan dom feck rikr ok snaudr, / þann la daudr / er þess var [traudr] / lydum þotti ogin vid of. / Herra kong Olaf hvar komu laun a moti, / þu eydder bloti / med oxi ok spioti, / bodadir ollum retta tru; / þegnar lanzins þola med engu hoti, / af þvi giordizt kurin lioti, / rikis folkit reidizt nu; / heyr ok se / hvat fart kann ske, [heldur áfram á öðrum seðli]

 • Seðill 2 fremst við AM 720 a I 4to fyrsti seðillinn, merktur "b" (205 mm x 162 mm) er fyrsta blað tvinns, sem aftara er autt. „þeir selldu þig fyrer mutu ok fe, / fals ok ve / kom folke a kne, / aumliga keypte olldin su. / Herra kong Olaf Heimrinn ma þin niota. þu vant at hliota / virding skiota, / vetrna fim ok fullan tog; / aller giordu þrendr upp at þiota, / þer i gegn bada hoggva ok skiota, / feingu þinu folke slog; / a Stiklastodum sem stendr skrif / med stale klavf þu buna hlif, / geck þu i kif, / ok gaf þitt lif, fyrer þau dyru drottins log. / herra kong Olaf hiartanliga ma skyra / dauda hins dyra / Haralldar hlyra, liosit yfver hans likama skein; / bonden þann sem … / … ... …“

Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. október 1988.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS jók við samkvæmt reglum TEI P5 3. júní 2009 og síðar.

GI skráði 20. október 2003.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 15. október 1888 (sjá Katalog II 1894:144-147).

GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn í ágúst 1967.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Innihald

Hluti I ~ AM 720 a I 1 4to
(1r-v)
Lauda syon salvatorem
Aths.

Brot úr kaþólskri messusöngsbók.

Sekvensía úr messusöng á þeim hátíðisdegi kirkjunnar sem á Íslandi var nefndur Dýridagur (festum sanctissimi corporis Christi). Erik Eggen prentaði texta sekvensíunnar, en notaði ekki þetta handrit (Bibliotheca Arnamagnæana bindi XXI, 1968 s. 121-123).

Efnisorð
1(1r)
Enginn titill
Upphaf

… Sumit unus sumunt mille …

Niðurlag

„… signi tantum fit fractura …“

Aths.

Textinn hefst í miðju 7. erindi og nær fram í síðari hluta 9. erindis.

2(1v)
Enginn titill
Upphaf

… vales …

Niðurlag

„… sanctorum fac civium.“

Aths.

11 erindi, niðurlag sekvensíunnar.

3(1v)
Ólafsvísur
Upphaf

Herra kóng Ólaf hjálpari Noregs landa …

Niðurlag

„… bóndinn þann sem …“

Aths.

Brot, vantar aftan af, enda í 6. erindi.

Notað í lesbrigðaskrá neðanmáls í Íslenzk miðaldakvæði, 1938 bindi II s. 444-459.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
1 blað (179 mm x 231 mm). Blaðið hefur upphaflega verið fólíóblað, en skorið hefur verið ofan af því, e.t.v. um það leyti sem Ólafsvísur voru skrifaðar (Íslenzk miðaldakvæði II 1938:445).
Kveraskipan

Stakt blað.

Ástand

 • Fáein saumgöt eru á blaðinu sem skerða texta óverulega.
 • Merki um fúa sjást á blaðinu.
 • Af saumgötum og brotum í blaðinu má sjá að það hefur einhvern tíma verið notað í band.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er 117 mm x 188 mm(1v).
 • Línufjöldi er 5 (1r) og 15 (1v).

Skrifarar og skrift

Tvær hendur.

I. 1r-v: Óþekktur skrifari, textaskrift.

II. 1v: Óþekktur skrifari, léttiskrift.

Nótur

Nótur (ferningsnótnaletur).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Spássíugreinar:
 • Bl. 1r: „I“, sem tákn um að handritið sé fyrsti hluti í AM 720 a I-XI.
 • Bl. 1v, með hendi Árna Magnússonar: „Úr latínskri messusöngsbók. Blaðið er komið frá Íslandi.“
 • Bl. 1v, með hendi Árna Magnússonar: „reliqva decrant“.
 • Bl. 1v: eldra pennakrot, stök orð.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifarð á Íslandi. Ólafsvísur eru skrifaðar um 1500 (Katalog II 1894:144). Latneska messusöngsbókin er á hinn bóginn e.t.v. frá 14. öld.

Ferill

Árni Magnússon fékk blaðið frá Íslandi (sbr. 1v).

Hluti II ~ AM 720 a I 2 4to
(1r-2v)
Ólafsvísur
Upphaf

Herra kóng Ólaf hjálpari Noregs landa …

Niðurlag

„… bóndinn þann sem …“

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
4 blöð (209 mm x 162 mm). Auð blöð: 3 og 4.
Tölusetning blaða

Seinni tíma blýantsblaðmerking a-b (1r-2r).

Kveraskipan

Eitt kver (4 blöð, 1 tvinn).

Ástand

Á 3r hefur blek smitast í gegn af síðunum á undan.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er 151/163/158 mm x 131/125/126 mm.
 • Línufjöldi er 17-18.
 • Griporð á 1v.

Skrifarar og skrift

Með hendi Árna Magnússonar, árfljótaskrift.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi á árunum 1685-1728.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Aðalheiður Guðmundsdóttir„DFS 67“, s. 233-267
Erik EggenThe Sequences of the Archbishopric of Nidarós I: Text, 1968; XXI
Bibliotheca ArnamagnæanaXXI: s. 121-123
Íslenzk miðaldakvæði: Islandske digte fra senmiddelalderened. Jón Helgason1938; II
« »