Skráningarfærsla handrits
AM 615 a 4to
Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt
Sigurðar rímur fóts; 1650-1700
Innihald
Sigurðar rímur fóts
Lýsing á handriti
Árni Magnússon skrifar efnisyfirlit fyrir AM 615 a-c 4to á fastan seðil fremst.
Eitt blað (192 mm x 158 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar: „Rímur af Sigurði fót, 6. Rímur af Án bogsveigir, 8. Rímur af sjö vísu meisturum kveðnar af Birni Sturlusyni, 3 og vantar aftan við. Úr bók er ég fékk 1709 frá Gísla Jónssyni í Mávahlíð, en fyrrum hafði átt Magnús Björnsson á Bessastöðum í Steingrímsfirði. Hér voru og saman við griplur med sömu hendi. Item Egils rímur Skallagrímssonar með annarri hendi.“
Uppruni og ferill
Handritið er tímasett til síðari helmings 17. aldar í Katalog II, bls. 24. Það hefur upprunalega verið hluti af stærri bók, sem innihélt AM 615 a-c 4to og Árni Magnússon tók í sundur.
Framanvið voru áður Geiplur með sömu hendi og Egils rímur Skallagrímssonar með annarri hendi. Sjá einnig AM 615 b-c 4to.
Árni Magnússon fékk úr bók frá Gísla Jónssyni í Mávahlíð 1709, en hana hafði Magnús Björnsson á Bassastöðum í Steingrímsfirði átt.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 26. nóvember 1993.
Aðrar upplýsingar
Tekið eftir Katalog II, bls. 24 (nr. 1586). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?. ÞS skráði 10. september 2001.
Viðgert af Birgitte Dall í janúar og febrúar 1983.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
- Filma á handritadeild Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns.
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling | ed. Kristian Kålund | ||
Áns rímur bogsveigis, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi : Rit | ed. Ólafur Halldórsson | 1973; s. 197 p. |