Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 613 h 4to

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Pontus rímur; Ísland, 1650-1700

Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Loth, Agnete 
Fædd
18. nóvember 1921 
Dáin
2. júní 1990 
Starf
 
Hlutverk
Fræðimaður; Gefandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Björn Þorleifsson 
Fæddur
21. júní 1663 
Dáinn
13. júní 1710 
Starf
Biskup 
Hlutverk
Eigandi; Höfundur 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Larsen Bloch, Matthias 
Starf
Conservator 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-29r)
Pontus rímur
Höfundur

Magnús Jónsson prúði

Upphaf

tru hafde vestu

Niðurlag

„madur ef fær þar lijtt ad gad“

Skrifaraklausa

„Hier enndast rijmur þær Magnus saluge Jonsson kuedid hefur. Þessar tvær rijmur er hier epter eru skrifadar hefur ortt og kuedid, sr Olafur h. Halldors son, ad Stad j Steijngrijms firde“

Aths.

13 rímur, vantar framan af. Handritið byrjar á síðustu ljóðlínu 27. erindis fyrstu rímu.

Efnisorð
2(29r-37v)
Pontus rímur
Höfundur

Ólafur Halldórsson

Titill í handriti

„Fiortanda Phontus rijma“

Upphaf

Ótti drottins upphaf er

Niðurlag

„lioda knijtist enda bond“

Aths.

2 rímur, 14. og 15. ríma.

Sjá einnig skrifaraklausu að ofan.

Efnisorð
3(37v)
Pontus rímur
Höfundur

Pétur Einarsson

Titill í handriti

„Pontus rijmur sem Petur Einarsson ordt hefur | og er þetta su fiortanda, ad auk þeim tveimur firer far|ande er hvorge vilia heima eiga“

Upphaf

Þar skal upphaf orða sáð

Niðurlag

„og Vijsers dottur sende“

Aths.

Óheilar, einungis 18 fyrstu erindi 1. rímu Péturs.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
37 blöð (213 +/- 1 mm x 162 +/- 1 mm).
Tölusetning blaða

Blaðmerkt 2-38. Síðari tíma blaðsíðumerking 1-74.

Kveraskipan

Átta kver auk tvinns:

 • Kver I: 5 blöð, stakt blað og 2 tvinn.
 • Kver II: 4 blöð, 2 tvinn.
 • Kver III: 4 blöð, 2 tvinn.
 • Kver IV: 4 blöð, stakt bl., tvinn, stakt blað.
 • Kver V: 4 blöð, 2 tvinn.
 • Kver VI: 6 blöð, 3 tvinn.
 • Kver VII: 4 blöð, 2 tvinn.
 • Kver VIII: 4 blöð, 2 tvinn.
 • Tvinn.

Ástand

Fremsta blaðið vantar.

Umbrot

 • Leturflötur er 172-190 mm x 130-150 mm.
 • Línufjöldi er 26-38.
 • Griporð sums staðar, pennaflúruð á 14r, 16v, 17r (sjá einnig 18r-v).

Skrifarar og skrift
Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Erindum úr rímunum hefur verið bætt við neðst 19r og á spássíur 19r-v af skrifara hluta Péturs Einarssonar (bl. 37v).
 • Leiðréttingar skrifara á nokkrum stöðum (viðbætur á spássíum og strikað yfir orð í texta).
 • Spássíukrot á 8v, 34v.

Band

Band frá c1772-1780 (221 mm x 165 mm x 12 mm). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Efnisyfirlit framan á kápu. Á spjaldblöðum sést spegilmynd af prentuðu máli.

Fylgigögn

 • Fastur seðill (106 mm x 70 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um feril: „Pontus rímur defect [óheilar] fengnar af monsieur Birni á Alþingi 1708.“
 • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.
 • Laus seðill með arkaskiptingu fyrir viðgerð með hendi Agnete Loth frá 1964.

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til síðari helmings 17. aldar (sjá Grímur M. Helgason 1961:lxxii). Kålund tímasetti til 17. aldar (Katalog (II) 1894:22).

Ferill

Árni Magnússon fékk frá Birni Þorleifssyni biskupi á Alþingi 1708 (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 10. júní 1991.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Yfirfarið í Kaupmannahöfn í maí 1991.

Viðgert í Kaupmannahöfn í mars 1964.

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Grímur M. Helgason 1961:lxxii
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Rit Rímnafélagsins (X) 1961
Björn Karel ÞórólfssonRímur fyrir 1600
Grímur M. Helgason, Magnús Jónsson, Pétur Einarsson, Ólafur HalldórssonPontus rímur, Rit Rímnafélagsins1961; 10
Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í HítardalÆttartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
« »