Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 566 a 4to

Fóstbræðra saga ; Danmörk, 1686-1707

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-32r)
Fóstbræðra saga
Upphaf

… Nú skal segja frá Þormóði …

Niðurlag

… svo mundi skáldið vilja kveðið hafa.

Baktitill

Nú lýkur hér ævi Þormóðs með þessum atburðum sem nú voru sagðir.

Athugasemd

Vantar framan af.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
32 blöð (210 mm x 163 mm). Bl. 32v er autt.
Tölusetning blaða

  • Handritið var blaðmerkt síðar með rauðu bleki 1-32.

Kveraskipan

Sex kver.

  • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-12, 2 tvinn.
  • Kver III: bl. 13-16, 2 tvinn.
  • Kver IV: bl. 17-20, 2 tvinn.
  • Kver V: bl. 21-28, 4 tvinn.
  • Kver VI: bl. 29-32, 4 stök blöð.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 150 mm x 118 mm.
  • Línufjöldi er 19-20.
  • Vísuorð eru sér um línu.

Skrifarar og skrift

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Athugasemdir Árna Magnússonar um forritið að þessu handriti á spássíu bl. 1r (sjá um uppruna).
  • Athugasemdir með yngri hendi um eyður í forritinu, á neðri spássíum bl. 10v, 14v og 18v.

Band

Band frá árunum 1772-1780 (216 mm x 168 mm x 10 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.

Fylgigögn

Fastur seðill fremst með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um forrit á rektóhlið.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað í Kaupmannahöfn eftir skinnbók í kvartóbroti í Konungsbókhlöðu (sbr. seðil og bl. 1r). Kålund tímasetti handritið til loka 17. aldar ( Katalog I 1889:720 ), en virkt skriftartímabil Ásgeirs Jónssonar var um 1686-1707.

Ferill

Þormóður Torfason gaf Árna Magnússyni handritið árið 1697, ásamt fleiri sagnahandritum sem Ásgeir skrifaði eftir sömu skinnbók (AM 482 4to og AM 487 4to og JS 435 III 4to) ( Már Jónsson 1998:161 og Loth 1960 ).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 21. október 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Filma á Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni.

Notaskrá

Titill: , Membrana Regia Deperdita
Ritstjóri / Útgefandi: Loth, Agnete
Umfang: 5
Titill: , Fóstbræðra saga
Ritstjóri / Útgefandi: Björn K. Þórólfsson
Umfang: 49
Titill: , Membrana Regia Deperdita
Ritstjóri / Útgefandi: Loth, Agnete
Umfang: V
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Höfundur: Jónas Kristjánsson
Titill: , Um Fóstbræðrasögu
Umfang: 1
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Heimtur: Ritgerðir til heiðurs Gunnari Karlssyni sjötugum, Skrifarinn Ásgeir Jónsson frá Gullberaströnd í Lundarreykjadal
Ritstjóri / Útgefandi: Guðmundur Jónsson, Helgi Skúli Kjartansson, Vésteinn Ólason
Umfang: s. 282-297
Lýsigögn
×

Lýsigögn