Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 554 h beta 4to

Sögubók ; Ísland, 1620-1670

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-22v)
Króka-Refs saga
Titill í handriti

Hér byrjast saga af Króka-Ref

Upphaf

Á dögum Hákonar kóngs Aðalsteinsfóstra bjó út á Íslandi í Breiðafirði …

Niðurlag

… og er margt göfugra manna frá honum komið.

Baktitill

Lúkum vær þar Króka-Refs sögu.

1.1 (22v)
Lausavísa um Króka-Ref
Upphaf

Refur Þorbjörn digran drap …

Efnisorð
2 (23r-56r)
Þórðar saga hreðu
Titill í handriti

Sagan af Þórði hreðu

Upphaf

Maður hét Þórður, hann var son Ketils …

Niðurlag

… höfum vér ekki fleira heyrt sagt með sannleik af honum og lýkur nú hér hans sögu.

Athugasemd

Á bl. 44r gefur skrifari eyðu til kynna. Bl. 43 hefur svo verið sett inn fyrir eyðufyllinguna og textinn á undan eyðunni skrifaður upp á viðlímdan seðil.

3 (56v-67v)
Orms þáttur Stórólfssonar
Titill í handriti

Saga af Ormi Stórólfssyni

Upphaf

Ketill hængur er maður nefndur …

Niðurlag

… og varð sóttdauður í elli sinni, og hélt vel trú sína.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Vatnsmerki 1: Aðalmerki: Meðalstórt hringlaga vatnsmerki með lítilli kórónu eða skreytingu efst (bl. 1-42 ).
  • Vatnsmerki 2: Aðalmerki: Lítil dárahöfuð með sjö bjöllum á kraga (bl. 44-67 ).
  • Vatnsmerki 3: Aðalmerki: Keðjulínur (bl. [42bis] og 43 ).
Blaðfjöldi
68 blöð, þar með talið blað merkt 42bis (210-212 mm x 162-164 mm).
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki 1-67.

Kveraskipan

Ellefu kver.

  • Kver I: bl. 1-6 (1+6, 2+5, 3+4), 3 tvinn.
  • Kver II: bl. 7-12 (7+12, 8+11 9+10), 3 tvinn.
  • Kver III: bl. 13-18 (13+18, 14+17, 15+16), 3 tvinn.
  • Kver IV: bl. 19-24 (19+24, 20+23, 21+22), 3 tvinn.
  • Kver V: bl. 25-30 (25+30, 26+29, 27+28), 3 tvinn.
  • Kver VI: bl. 31-36 (31+36, 32+35, 33+34), 3 tvinn.
  • Kver VII: bl. 37-42 (37+42, 38+41, 39+40), 3 tvinn.
  • Kver VIII: bl. [42bis]-49 ([42bis], 43, 44+49, 45+48, 46+47), 2 stök blöð og 3 tvinn.
  • Kver IX: bl. 50-55 (50+55, 51+52, 53+54), 3 tvinn.
  • Kver X: bl. 56-61 (56+61, 57+60, 58+59), 3 tvinn.
  • Kver XI: bl. 62-67 (62+67, 63+66, 64+65), 3 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 175-185 mm x 132-135 mm.
  • Línufjöldi er ca 22-24.
  • Kaflatal á spássíum.
  • Síðustu orð á síðu hanga víða undir leturfleti, pennaflúruð.

Ástand
  • Blöð óskorin og jaðar er dekkri en blöðin sjálf.
  • Blettótt, og það eru dökkir blettir á neðri brúnum flestra blaðanna (sjá t.d. 17v-18r).
  • Viðgerðir við kjöl.
  • Bleksmitun (bl. 42bis-v).
  • Þykkur pappír.
Skrifarar og skrift

Með hendi Ketils Jörundssonar, síðléttiskrift.

Eyðufylling með annarri hendi á bl. 43.

Skreytingar

Upphafstafir eru dregnir ögn hærri en texti meginmáls.

Stafir fyrirsagna eru dregnir hærri en texti meginmáls.

Skreyting við eða umhverfis orðs í stöðu griporðs.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Bl. 43 innskotsblað.
  • Innskotsseðill með textanum sem strikaður var út á undan eyðufyllingu á eftir blaði 42.
  • Lesbrigði á spássíum og milli lína.
  • Spássíugreinar á latínu víða, að því er virðist með hendi Brynjólfs Sveinssonar biskups.

Band

Band frá árunum 1772-1780 (220 mm x 172 mm x 18 mm). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Titlar og safnmark skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Saumað með hamptaumum.

Fylgigögn

Fastur seðill (160 mm x 98 mm) með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um uppruna handritsins: Á bók Guðmundar Þorleifssonar í 4to, með hendi síra Ketils Jörundssonar 1703 hjá mér. Króka-Refs saga. Þórðar hreðu saga. Saga af Ormi Stórólfssyni. Saga Gunnars Keldugnúpsfífls. Persíus rímur Guðmundar Andréssonar 6. Bellerofontis rímur 5 (vantar eina). Áns rímur Sigurðar blinda.

Fastur seðill með hendi Árna Magnússonar með yfirstrikuðum titlum: Arons saga Hjörleifssonar. Hænsna-Þóris saga. Finnboga ramma saga. Bandamanna saga 2 exempl. Ölkofra saga 2 exempl.

Uppruni og ferill

Uppruni

  • Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 17. aldar í  Katalog I, bls. 702, en virkt skriftartímabil Ketils var ca 1620-1670.
  • Í handritinu voru áður einnig Króka-Refs saga, Þórðar saga hreðu, Orms þáttur Stórólfssonar, Gunnars saga Keldugnúpsfífls, Persíus rímur Guðmundar Andréssonar, Bellerofontis rímur 5 og Áns rímur Sigurðar blinda (sjá seðil).
  • Tilheyrði áður sama handriti og AM 554 i 4to.

  • Var áður bundið með AM 113 i fol. og AM 613 c 4to.

Ferill

Árni Magnússon hefur fengið handritið úr bók Guðmundar Þorleifssonar í 4to (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 25. júlí 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • MJG uppfærði vatnsmerki með gögnum frá BS, 26. febrúar 2024.
  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P520. apríl 2009 og síðar.
  • ÞS færði inn grunnupplýsingar 31. október 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 22. september 1887(sjá Katalog I 1889:702-703 (nr. 1368).

    GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Loth, Agnete
Titill: Et ituklippet papirhåndskrift af Þórðar saga hreðu,
Umfang: s. 307-326
Höfundur: Loth, Agnete
Titill: , Sønderdelte arnamagnæanske papirhåndskrifter
Umfang: s. 113-142
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Árni Magnússon : ævisaga
Titill: , Króka-refs saga og Króka-Refs rímur
Ritstjóri / Útgefandi: Pálmi Pálsson
Umfang: 10
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Gripla, Athugasemdir við bók Más Jónssonar um Árna Magnússon
Umfang: 11
Lýsigögn
×

Lýsigögn