Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 554 a 4to

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Króka-Refs saga; Ísland, 1650-1699

Nafn
Jón Torfason 
Fæddur
1640 
Dáinn
12. mars 1719 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Larsen Bloch, Matthias 
Starf
Conservator 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(3r-11v)
Króka-Refs saga
Upphaf

… bæja þeirra Steins og Þorbjörns …

Niðurlag

„… og er margt göfugra manna frá honum komið“

Baktitill

„og lúkum vér svo sögu Króka-Refs.“

Skrifaraklausa

„Hafi þeir þökk sem hlýddu og sá sem las, en sá öngva sem skrifaði því hann skrifaði mjög illa.“

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
10 blöð (190 mm x 155 mm).
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki 1-11 (innskotsblað fremst er blaðmerkt 1).

Kveraskipan

Þrjú kver.

 • Kver I: bl. 2-3, 2 stök blöð.
 • Kver II: bl. 4-5, 2 stök blöð.
 • Kver III: bl. 6-11, 3 tvinn.

Ástand

 • Blað vantar framan á handritið.
 • Gert hefur verið við handritið við kjöl.
 • Blettir yfir texta eru á bl. 11r-v.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 160-162 mm x 130-132 mm.
 • Línufjöldi er 31-33.
 • Griporð.
 • Upphafsstafir sums staðar dregnir út úr leturfleti (sjá til dæmis blað 8v).

Skrifarar og skrift

Með hendi séra Jóns Torfasonar, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Fremst er innskotsblað (tvinn) frá Árna Magnússyni. Fremra blaðið er autt en á aftara blaðið hefur Árni skrifað titil sögunnar á rektósíðu og látið skrifa upphaf það sem vantaði framan á handritið á versósíðu.

Band

Band frá árunum 1772-1780 (197 mm x 160 mm x 5 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Saumað með hamptaumum. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.

Uppruni og ferill

Uppruni

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 23. júlí 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

 • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P56. apríl 2009 og síðar.
 • ÞS færði inn grunnupplýsingar 31. október 2001.
 • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 19. september 1887(sjá Katalog I 1889:700 (nr. 1359).

Viðgerðarsaga

Matthías Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Agnete Loth„Sønderdelte arnamagnæanske papirhåndskrifter“, s. 113-142
« »