Skráningarfærsla handrits
AM 552 g 4to
Skoða myndirÞorleifs þáttur jarlaskálds; Ísland, 1675-1699
Innihald
Þorleifs þáttur jarlaskálds
„Þáttur af Þorleifi Ásgeirssyni kölluðum jarlaskáld“
„Maður er nefndur Ásgeir rauðfeldur …“
„… og margri annarri óspekt“
„og lýkur hér frá Þorleifi að segja.“
„Heill sá er skrifaði og þeir sem hlýddu. Finis.“
Úr Ólafs sögu Tryggvasonar.
Lýsing á handriti
Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með blýanti, 1-4. Aftasta blaðið er ómerkt.
Stakt blað og 2 tvinn (aftara tvinnið er innskotsblað).
- Blað vantar aftan af handritinu, en textanum hefur verið bætt við síðar á innskotsblaði (blað 4).
- Krassað hefur verið yfir niðurlag annarrar sögu (5 línur) efst á blaði 1r, en texti er sumpart læsilegur. Miði með yfirskrift hefur áður verið límdur yfir þessar línur en er nú laus frá.
- Skorið hefur verið af ytri spássíu við band og hefur spássíugrein á bl. 1r skerst við það.
- Gert hefur verið við handritið við kjöl.
- Eindálka.
- Leturflötur er ca 170-175 mm x 140-145 mm.
- Línufjöldi er ca 35.
Með hendi séra Ólafs Gíslasonar á Hofi í Vopnafirði, fljótaskrift.
- Blað 4 er innskotsblað frá Árna Magnússyni.
Band frá árunum 1772-1780 (208 mm x 166 mm x 4 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill sögunnar skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.
Fastur seðill (203 mm x 162 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar með titli og upplýsingum um uppruna handritsins á rektó hlið: „Af Þorláki jarlaskáld. Úr bókum sem ég fékk af síra Ólafi Gíslasyni á Hofi í Vopnafirði.“
Fastur miði (37 mm x 154 mm) efst við blað 1r með yfirskriftinni „Úr Sögu Ólafs kóngs Tryggvasonar“ á rektóhlið.
Uppruni og ferill
- Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til loka 17. aldar, en í Katalog I, bls. 695, til síðari hluta aldarinnar.
- Handritin AM 591e 4to, AM 552 c 4to, AM 552 g 4to, AM 292 4to, AM 349 4to, AM 591 g 4to, AM 591 k 4to hafa tilheyrt sömu bók, í þessari röð (A.L. 1960).
Árni Magnússon tók úr bók sem hann fékk hjá skrifara, séra Ólafi Gíslasyni (sjá seðil fremst).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. júní 1982.
Aðrar upplýsingar
- Stafrænar ljósmyndir á www.sagnanet.is.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling | ed. Kristian Kålund | ||
Agnete Loth | „Sønderdelte arnamagnæanske papirhåndskrifter“, | s. 113-142 | |
Per-Axel Wiktorsson | „Om Torleiftåten“, Scripta Islandica | 1987; 38: s. 51-71 |