Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 552 f 4to

Skoða myndir

Króka-Refs saga; Ísland, 1675-1699

Nafn
Ólafur Gíslason 
Fæddur
1646 
Dáinn
1714 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Skrifari; Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Giovanni Verri 
Fæddur
20. desember 1979 
Starf
Stúdent 
Hlutverk
student 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Már Jónsson 
Fæddur
19. janúar 1959 
Starf
 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Dall, Birgitte 
Fædd
1912 
Dáin
1989 
Starf
Forvörður 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Larsen Bloch, Matthias 
Starf
Conservator 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-14r)
Króka-Refs saga
Titill í handriti

„Hér byrjast sagan af Króka-Ref“

Upphaf

Á dögum Hákonar kóngs Aðalsteinsfóstra …

Niðurlag

„… og er margt göfugra manna frá honum komið.“

Baktitill

„Og lúkum vér hér sögu Króka-Refs.“

2(14v-16r)
Konungatal
Titill í handriti

„Ættartala einvaldskonunga í Noregi til skjallegri skilnings sagnanna“

Upphaf

Eftir því sem menn allra lengst uppspyrja …

Niðurlag

„… hverjir nú höfðu regierað í 500 ár fyrr en Noreg komst undir Danmörk.“

Efnisorð

3(16v-29v)
Víglundar saga
Titill í handriti

„Víglundar saga“

Upphaf

Haraldur hinn hárfagri var sonur Hálfdanar svarta …

Niðurlag

„… og voru þrjú brullaupin þar undireins haldin.“

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 29 + i blöð (200-205 mm x 158-163 mm).
Tölusetning blaða

 • Upprunaleg blaðmerking B-H (ekki á hverju blaði og hefst á bl. 4r.
 • Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með blýanti, 1-29.

Kveraskipan

Sex kver.

 • Kver I: bl. 1-6, 3 tvinn.
 • Kver II: bl. 7-16, 5 tvinn.
 • Kver III: bl. 17-22, 3 tvinn.
 • Kver IV: bl. 23-24, 1 tvinn.
 • Kver V: bl. 25, stakt blað.
 • Kver VI: bl. 26-29, 2 tvinn.

Ástand

 • Gert hefur verið við handritið við kjöl og hefur texti skerst örlítið á blaði 16v.
 • Handritið er nokkuð skítugt og blettótt en skerðir þó ekki texta.
 • Í Víglundar sögu hefur víða verið strikað undir orð og setningar með blýanti og „X“ sett á spássíur.
 • Blek hefur smitast í gegn frá upphafsstaf á bl. 1r á bl. 1v.

Umbrot

 • Tvídálka, nema blöð 1r og 14v-16r.
 • Leturflötur er ca 155-160 mm x 125-130 mm.
 • Línufjöldi er 26-30.
 • Griporð. Á bl. 1v og 2r eru griporð undir báðum dálkum.
 • Strikað fyrir leturfleti á bl. 1r.

Skrifarar og skrift

Talið skrifað af séra Ólafi Gíslasyni á Hofi í Vopnafirði, fljótaskrift.

Skreytingar

Upphafsstafir stórir og pennaflúraðir, margir með plöntuformum. Upphafsstafir á bl. 1r (A) og 16v (H) eru stórir og er skreytingin í kringum þá ferhyrndur rammi fylltur plöntuformum.

Fyrirsagnir feitletraðar og pennaflúraðar með plöntuformum (bl. 1r og bl. 16v).

Bókahnútur á blaði bl. 15r, örlítill bókahnútur á bl. 14r.

Skreyting með rauðu bleki á neðri spássíu bl. 1r.

Víða pennaflúr undir griporðum (sjá til dæmis bl. 9r-v, 10v, 17v.

Band

Band frá júlí 1976 (215 mm x 185 mm x 12 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Handritið liggur í öskju ásamt gömlu bandi og bókbandsleifum (þremur pappírsstrimlum með lesmáli).

Eldra pappaband frá árunum 1772-1780. Titlar og safnmark skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

 • Fastur seðill (202 mm x 162 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar með titlum og upplýsingum um uppruna: „Krokarefs saga. Viglundar saga. Ur bokum sem eg feck af Sr olafi Gislasyne ä Hofi i Vopnafirde.“
 • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið hjá séra Ólafi Gíslasyni á Hofi (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. maí 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

 • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P524.-27. mars 2009 og síðar.
 • ÞS færði inn grunnupplýsingar 4. desember 2001.
 • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 15. september 1887(sjá Katalog I 1889:694 (nr. 1337).

  GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júlí 1976.

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
 • Negatíf örfilma á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi frá október 1993 (í öskju 394).

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Kjalnesinga saga. Jökuls þáttr Búasonar. Víglundar saga. Króka-Refs saga. Þórðar saga hreðu. Finnboga saga. Gunnars saga Keldugnúpsfífls, ed. Jóhannes Halldórsson1959; 14
Tove Hovn Ohlsson„Seks papirstrimler i AM 578 g 4to“, s. 327-342
Króka-refs saga og Króka-Refs rímur, ed. Pálmi Pálsson1883; 10
« »