Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 551 a 4to

Skoða myndir

Bárðar saga Snæfellsáss; Ísland, 1490-1510

Nafn
Þorbjörn Jónsson 
Starf
 
Hlutverk
Ekki vitað 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Brynjólfur Sveinsson 
Fæddur
14. september 1605 
Dáinn
5. ágúst 1675 
Starf
Biskup 
Hlutverk
Fræðimaður; Eigandi; Höfundur; Bréfritari; Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r)
Bárðar saga Snæfellsáss
Upphaf

… og sagði allt hversu farið hafði …

Aths.

Brot, einungis niðurlag.

Notaskrá

Nord. Oldskr. XXVII.

2(1r-7v)
Víglundar saga
Aths.

Óheil. Vantar innan úr.

3(7v-53r)
Grettis saga
Aths.

Óheil. Vantar innan úr.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 53 + i blöð (210-215 mm x 158-162 mm). Auk þess er blaðræma fremst ómerkt. Blöðin eru misstór og bl. 26, 33, 39, 44, 46, 49 eru talsvert minni. Blað 53v er autt.
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með svörtu bleki, 1-53.

Kveraskipan

Sex kver.

 • Kver I: bl. 1-9, 4 tvinn og blað aftast á móti blaðræmu fremst sem ekki er talin með.
 • Kver II: bl. 10-15, 3 tvinn.
 • Kver III: bl. 16-23, 4 tvinn.
 • Kver IV: bl. 24-31, 4 tvinn.
 • Kver V: bl. 32-41, 5 tvinn.
 • Kver VI: bl. 42-53, 5 tvinn og 2 stök blöð (bl. 45 og 52).

Ástand

 • Bókfellið er dökkt, mörg blöð slitin og skítug.
 • Vantar framan af handritinu (þar er strimill af afskornu blaði).
 • Á eftir blöðum 1 og 7 vantar blað.
 • Blöð 52 og 53 eru mjög sködduð.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 160-176 mm x 120-140 mm.
 • Línufjöldi er ca 44.

Skrifarar og skrift

Fjórar hendur.

I. Bl. 1r-3v, 5 og 4v-11r með óþekktri hendi, textaskrift.

II. Bl. 3v, 4r-6v með óþekktri hendi, textaskrift.

III. Bl. 11v-15v með óþekktri hendi, textaskrift.

IV. Bl. 16r-53r með hendi Þorbjarnar Jónssonar í Steingrímsfirði, textaskrift. Skriftin er smágerð og þétt.

Skreytingar

Leifar af upphafsstöfum og fyrirsögnum varla sjáanlegar.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Fáeinar spássíugreinar.

Band

Ljóst skinnband með bendlum frá 1958-1959 (230 mm x 188 mm x 34 mm). Blöð fest á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Handritið liggur í öskju.

Eldra band úr bókfelli með bendlum, frá árunum 1700-1730.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett um 1500 (sjá ONPRegistre, bls. 454), en til 15. aldar í Katalog I, bls. 689.

Ferill

Árni Magnússon segir að handritið hafi tilheyrt Skálholtskirkju en aldrei verið skráð þar, það kynni að hafa verið í eigu Brynjólfs Sveinssonar biskups (sjá AM 435 a 4to, bl. 84v).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 6. maí 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Gert hefur verið við handritið oft, fyrst 1957 en seinast í febrúar til apríl 1996 í Kaupmannahöfn. Nákvæm lýsing á viðgerð fylgir.

Bundið í Kaupmannahöfn á árunum 1958-1959. Eldra band kom ekki.

Myndir af handritinu

 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
 • Handritið var gefið út ljósprentað í Manuscripta Islandica I. Kaupmannahöfn 1954.
 • Nákvæm lýsing á ljósmyndun fylgir.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Nord. Oldskr. XXVII.
Ordbog over det norrøne prosasprog: Registreed. Den arnamagnæanske kommision
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Manuscripta Islandica
Elín Bára Magnúsdóttir„Forfatterintrusjon i Grettissaga og paralleller i Sturlas verker“, Scripta Islandica2017; 68: s. 123-151
Grettis saga Ásmundarsonar. Bandamanna saga. Odds þáttur Ófeigssonar, ed. Guðni Jónsson1936; 7
Guðvarður Már Gunnlaugsson„"Grettir vondum vættum, veitti hel og þreytti". Grettir Ásmundarson og vinsældir Grettis sögu“, Gripla2000; 11: s. 37-78
Guðvarður Már Gunnlaugsson„Stafrétt eða samræmt? : um fræðilegar útgáfur og notendur þeirra“, Gripla2004; 14: s. 197-235
Hreinn BenediktssonLinguistic studies, historical and comparative
Jón HelgasonThe Arna-Magnæan manuscript 551 A, 4to Bárðar saga, Víglundar saga, Grettis saga, 1954; 1
Jón Helgason„Introduction“, Hauksbók the Arna-Magnæan manuscripts, 371, 4to, 544, 4to, and 675, 4to1960; s. V-XXXVII
Kolbrún Haraldsdóttir„Átti Sturla Þórðarson þátt í tilurð Grettis sögu“, Equus Troianus sive Trójuhestur tygjaður Jonnu Louis-Jensen1986; s. 44-51
Emily Lethbridge„„Hvorki glansar gull á mér/né glæstir stafir í línum“. : some observations on Íslendingasögur manuscripts and the case of Njáls saga“, Arkiv för nordisk filologi2014; 129: s. 53-89
Membrana Regia Deperdita, ed. Agnete Loth1960; 5: s. xcv, 248 s.
Agnethe Loth„Om nogle af Ásgeir Jónssons håndskrifter“, s. 207-212
Didrik Arup Seip„Palæografi. B. Norge og Island“, Nordisk kultur1954; 28:B
Sigríður Baldursdóttir„Hugmyndaheimur Vopnfirðinga sögu“, Gripla2002; 13: s. 61-105
Stefán Karlsson„Introduction“, Sagas of Icelandic bishops. Fragments of eight manuscripts1967; s. 9-61
Stefán Karlsson„Tungan“, Íslensk þjóðmenning VI. Munnmenntir og bókmenning1989; s. 1-54
Stefán Karlsson„The localisation and dating of medieval Icelandic manuscripts“, Saga book1999; 25: s. 138-158
Stefán Karlsson„Tungan“, Stafkrókar : ritgerðir eftir Stefán Karlsson gefnar út í tilefni sjötugsafmælis hans 2. desember 1998, 2000; 79: s. 19-75
Stefán Karlsson„Íslensk bókagerð á miðöldum“, Stafkrókar : ritgerðir eftir Stefán Karlsson gefnar út í tilefni sjötugsafmælis hans 2. desember 1998, 2000; 79: s. 225-241
Harðar saga. Bárðar saga. Þorskfirðinga saga. Flóamanna saga. [...et al.], ed. Bjarni Vilhjálmsson, ed. Þórhallur Vilmundarson1991; 13
« »