Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 489 I-II 4to

Skoða myndir

Sögubók

Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Konráð Gíslason 
Fæddur
3. júlí 1808 
Dáinn
4. janúar 1891 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Skrifari; Fræðimaður; Bréfritari; Nafn í handriti ; Viðtakandi; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Haraldur Bernharðsson 
Fæddur
12. apríl 1968 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Dall, Birgitte 
Fædd
1912 
Dáin
1989 
Starf
Forvörður 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Magnús Magnússon 
Fæddur
1630 
Dáinn
1. ágúst 1704 
Starf
Sýslumaður 
Hlutverk
Eigandi; Höfundur 
Ítarlegri upplýsingar
Aths.
Samsett úr tveimur handritum. Fyrsti hlutinn (blað 1-26) var upprunalega hluti af AM 471 4to

Katalog I>

, bls. 662 (nr. 1261).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
58 blöð (185-195 mm x 135-142 mm).
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðmerking 1- 31, 31bis-40, 40bis-56.

Kveraskipan

Sjö kver og tvö stök blöð hvort á sínu móttaki.

 • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
 • 2 stök blöð: 9-10; stöku blöðin tvö eru saumuð hvort á sitt móttak.
 • Kver II: blöð 11-18, 4 tvinn.
 • Kver III: blöð 19-26, 4 tvinn.
 • Fjórða tvinnið í kveri III er laskað og ekki eftir af því nema ræma inn við kjöl af blaði 26.
 • Kver IV: blöð 27-31, 31bis-33; 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 34-40, 40 bis; 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 41-48, 4 tvinn.
 • Kver VII: blöð 49-56, 4 tvinn.

Ástand

Handritið er bæði skítugt og lúið og varðveitir í sumum tilvikum aðeins brot sagna:

 • Göt eru víða í hornum ytri spássíu (sjá blað 1-2, 4-6 og víðar); uppruni þeirra er óljós.
 • Upphaflegt gat á skinninu sem skrifað hefur verið kringum er t.d. á blaði 3.
 • Víða hefur verið bætt í göt og rifur og er texti þar skertur (sjá t.d. blöð 49-54).
 • Blöð eru víða blettótt (sbr. t.d. blöð 46v-48v) og illa farin (sbr. t.d. 37v-38r).
 • Blöð eru snjáð og texti oft illlæsilegur (sjá t.d. blöð 9v-10r) eða jafnvel ólæsilegur (sjá t.d. blað 25v).
 • Sum blöð eru einungis brot af blaði eins og blað 26 en af öðrum hefur aðeins rifnað bútur (sjá t.d. blað 49).
 • Rifur eru víða við saumgöt (sjá t.d. 41-48).

Nótur

 • Nótur eru á fjórum brotum úr latneskri messusöngsbók sem notuð hafa verið sem saurblöð.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Á blað 1 er skrifað með dökku bleki af yngri hendi „(Bárðar saga og Gets)…“. Eitthvað eldra skrifelsi stendur þar fyrir neðan - máð og illlæsilegt.
 • Á blaði 7v stendur: „Bjarni bja“
 • Titill Kirjalax sögu er á blaði 11r og einhver nú illlæsileg tákn hafa verið rituð á blað 24v, 27r, 32r, 40v, 55v-56r og víðar.

Band

Band (206 mm x 180 mm x 45 mm) er frá 1965. Spjöld eru klædd fínofnum striga, leður er á hornum og kili. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra þessu bandi.

Í bandinu voru fjögur saurblaðabrot sem nú hafa verið flutt í Acc 48 a (sbr. seðil meðfylgjandi í öskju (sjá fylgigögn)).

Bandið liggur í dúkklæddri öskju með skinnklæddum kili.

Fylgigögn

 • Meðfylgjandi eru tveir seðlar (165 mm x 105 mm) með hendi Árna Magnússonar. Þeir mynda tvinn og á þeim eru upplýsingar um aðföng, innihald og ástand: „Þessi bók er mín, fengin af Magnúsi Magnússyni á Eyri. Þar eru á Bárðar saga Snæfellsáss, defect. Kirjalax saga, vantar framan og aftan við. Aftan af Hrings og Tryggva sögu, 1. pagina. Flóres saga og Blankif[lúr] af Tristram og Ísodd. Vantar við undan. [Annað með unglegri hendi frá 19. öld.]“ Neðarlega og á verso hlið fyrri seðils hefur Konráð Gíslason gert athugasemd í ágúst 1841 og GBn. í febrúar '54.
 • Meðfylgjandi í öskju er seðill með upplýsingum um forvörslu bands og seðill frá 25. apríl 2003. Seðilinn hefur ritað Guðvarður Már Gunnlaugsson. Á seðlinum koma fram upplýsingar um gömul saurblöð sem voru í handritinu en hafa nú verið flutt í Acc 48 a.

Uppruni og ferill

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 26. nóvember 1993.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 30. apríl - 4. maí 2009; lagfært í desember 2010. Haraldur Bernharðsson skráði 10. apríl 2001. Kålund gekk frá handritinu til skráningar 18. júní 1887. Katalog I>, bls. 662-663 (nr. 1261).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið 1965.

Birgitte Dall gerði við handritið í mars 1963.

Innihald

Hluti I ~ AM 489 I 4to
1(1r-10v)
Bárðar saga Snæfellsáss
Upphaf

… þó var það um síðir …

Niðurlag

„… Þórður og Þorvaldur til…“

Aths.

Óheil.

Niðurlag sögunnar hefur verið á blaði sem nú er í AM 471 4to.

2(11r-26v)
Kirjalax saga
Upphaf

… yðrum mönnum sem þér viljið …

Niðurlag

„… ef þér viljið þiggja nú …“

Aths.

Óheil.

Blað 25v er afar máð. Á eftir því kemur blað 26 en ekki er eftir nema mjó ræma af því.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
26 blöð. (190-195 mm x 140-142 mm).
Tölusetning blaða

Blaðtöl eru efst í hægra horni á hverri rektósíðu: 1-26 (hluti af heild 1-56).

Kveraskipan

Þrjú kver (hluti af heild 1-7).

 • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn; 2 stök blöð saumuð hvort á sitt móttak.
 • Kver II: blöð 11-18, 4 tvinn.
 • Kver III: blöð 19-26, 4 tvinn.
 • Fjórða tvinnið í kveri III er laskað og ekki nema ræma eftir af blaði 26 inn við kjöl.

Ástand

 • Handritið er óheilt og í það vantar víða.
 • Blöð eru snjáð og texti oft illlæsilegur (sjá t.d. blöð 9v-10r) eða jafnvel ólæsilegur (sjá t.d. blað 25v).
 • Göt eru víða á jöðrum blaða (sjá blað 1-2, 4-6 og víðar); uppruni gata er óljós.
 • Á blaði 3 hefur verið skrifað í kringum gat sem verið hefur á skinninu upphaflega.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 150 mm x 110-112 mm.
 • Línufjöldi er ca 26-28.
 • Sums staðar má sjá hvernig markað hefur verið fyrir línum á jöðrum ytri spássíu blaða, sbr. á blaði 10 og víðar.
 • Skreyttir upphafsstafir eru dregnir út úr leturfleti, sbr. til dæmis á blöðum 2v og 7v.

Skrifarar og skrift

Skrifari er óþekktur, léttiskrift.

Skreytingar

Upphafsstafir eru sums staðar skreyttir, til dæmis á blöðum 2v og 7v en skreytingar eru víða ærið máðar.

Litaðir upphafsstafir eru til dæmis á blöðum 2v og 7v en litir eru máðir (sbr. einnig blað 9v).

Rauðritaðar fyrirsagnir (sjá t.d. blað 12v).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Á blað 1 er skrifað með dökku bleki með yngri hendi „(Bárðar saga og Gets)…“. Eitthvað eldra stendur þar fyrir neðan - máð og illlæsilegt.
 • Á blaði 7v stendur: „Bjarni bja“
 • Titill Kirjalax sögu er á blaði 11r og einhver nú illlæsileg tákn hafa verið rituð á blað 24v.

Band

Sjá lýsingu á bandi í upphafi skráningar.

Fylgigögn

Sjá í handritslýsingu í upphafi skráningar um fylgigögn.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til ca 1450 (sjá ONPRegistre, bls. 453), en til 15. aldar í Katalog I, bls. 663.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá Magnúsi Magnússyni á Eyri í Seyðisfirði (sbr. seðil).

Hluti II ~ AM 489 II 4to
1(27r)
Hrings saga og Tryggva
Upphaf

Hringur hélt nú heim til Saxlands.

Aths.

Einungis niðurlagið.

Efnisorð
2(27v-36r)
Flóres saga og Blankiflúr
Efnisorð
3(36v-46r)
Tristrams saga og Ísoddar
Efnisorð
4(46v-56v)
Ívents saga
Niðurlag

„hertoginn bauð [honum]“

Aths.

Vantar aftan af.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
32 blöð (185-195 mm x 135-145 mm) þar með talin blöð 31bis og 40bis.
Tölusetning blaða

Blaðtöl eru efst í hægra horni á hverri rektósíðu, 27-31, 31bis-40, 40bis-56 (hluti af heild 1-56); blöð 31 og 40 eru tvítalin.

Kveraskipan

Fjögur kver (hluti af heild 1-7).

 • Kver IV: blöð 27-31, 31bis-33; 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 34-40, 40 bis; 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 41-48, 4 tvinn.
 • Kver VII: blöð 49-56, 4 tvinn.

Ástand

 • Vantar í handritið.
 • Fúaskemmdir eru á innri hluta blaða 29-31bis, 37-38, 42, 49-54.
 • Blöð eru víða blettótt (sbr. t.d. blöð 42r-48v).
 • Rifur eru víða við saumgöt (sjá t.d. blöð 41-48) og göt á stöku stað (sbr. t.d. 29, 40).

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 160-165 mm x 110-125 mm.
 • Línufjöldi er ca 30-32.

Skrifarar og skrift

 • Skrifari er óþekktur, léttiskrift.

Skreytingar

 • Upphafsstafir sums staðar skreyttir, til dæmis 27v (óheill) og 36v, en skreytingar eru víða ærið máðar.

 • Litaðir upphafsstafir.

 • Rauðritaðar fyrirsagnir (sjá t.d. 36v).

Fylgigögn

Sjá handritslýsingu í upphafi skráningar.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til ca 1450 (sjá ONPRegistre, bls. 453), en til 15. aldar í Katalog I, bls. 663.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá Magnúsi Magnússyni á Eyri í Seyðisfirði (sbr. seðil).

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Ordbog over det norrøne prosasprog: Registreed. Den arnamagnæanske kommision
Ívens saga, ed. Foster Warren Blaisdell1979; 18: s. clv, 235 p.
Foster W. Blaisdell„Introduction“, The Sagas of Ywain and Tristan and other tales AM 489 4to, Early Icelandic manuscripts in facsimile1980; 12
Foster Warren BlaisdellThe Sagas of Ywain and Tristan and other tales AM 489 4to, Early Icelandic manuscripts in facsimile1980; 12
Sigurðar saga þögla. The shorter redactioned. Matthew James Driscoll1992; s. clxvi, 67 p.
Peter Hallberg„Norröna riddarsagor : några språkdrag“, Arkiv för nordisk filologi1971; 87: s. 114-138
Hreinn BenediktssonLinguistic studies, historical and comparative
Marianne E. KalinkeKing Arthur, North-by-Northwest: The matière de Bretagne in Old Norse-Icelandic Romances, 1981; XXXVII
Marianne E. Kalinke„Scribes, editors, and the riddarasögur“, Arkiv för nordisk filologi1982; 97: s. 36-51
Kirjalax saga, ed. Kristian Kålund1917; 43
Emily Lethbridge„„Hvorki glansar gull á mér/né glæstir stafir í línum“. : some observations on Íslendingasögur manuscripts and the case of Njáls saga“, Arkiv för nordisk filologi2014; 129: s. 53-89
Late Medieval Icelandic romances V: Nitida saga. Sigrgarðs saga frkna. Sigrgarðs saga ok Valbrands. Sigurðar saga turnara. Hrings saga ok Tryggva, ed. Agnete Loth1965; 24
Christopher Sanders„The order of knights in Ormsbók“, s. 140-156
Didrik Arup Seip„Palæografi. B. Norge og Island“, Nordisk kultur1954; 28:B
Povl Skårup„Tre marginalnoter om Erex saga“, Gripla1984; 6: s. 49-63
Mírmanns saga, ed. Desmond Slay1997; 17: s. clxxi, 216 p.
Peter Springborg„Himmelrivende“, Equus Troianus sive Trójuhestur tygjaður Jonnu Louis-Jensen1986; s. 66-69
Harðar saga. Bárðar saga. Þorskfirðinga saga. Flóamanna saga. [...et al.], ed. Bjarni Vilhjálmsson, ed. Þórhallur Vilmundarson1991; 13
« »