Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 458 4to

Egils saga Skallagrímssonar ; Ísland, 1600-1640

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-82v (bls. 1-162))
Egils saga Skallagrímssonar
Titill í handriti

Af Kvöldúlfi

Upphaf

Maður hét Úlfur og var Bjálfason og Hallberu …

Niðurlag

… hafði átt í víking sjö orustur.

Athugasemd

Höfuðlausn er varðveitt hér svo og 1. vísa Sonatorreks.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii + 82 + i blöð (183 mm x 154 mm), þar með talið blað 8bis (bls. 15 og 16 eru tvítaldar). Blað 81v er autt að mestu (11 línur skrifaðar) og um það bil helmingur blaðs 78v.
Tölusetning blaða

  • Blaðsíðumerking 1-162 (bls. 15-16 eru tvítaldar (8bis)).

Kveraskipan

Ellefu kver.

  • Kver I: blöð 1-8 + 8bis, 4 tvinn + 1 stakt blað.
  • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-22, 2 tvinn+ 2 stök blöð.
  • Kver IV: blöð 23-30, 4 tvinn.
  • Kver V: blöð 31-38, 4 tvinn.
  • Kver VI: blöð 39-46, 4 tvinn.
  • Kver VII: blöð 47-54, 4 tvinn.
  • Kver VIII: blöð 55-62, 4 tvinn.
  • Kver IX: blöð 62-70, 4 tvinn.
  • Kver X: blöð 71-79, 3 tvinn + 3 stök blöð.
  • Kver XI: blöð 80-81, 1 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 150-155 mm x 125-130 mm.
  • Línufjöldi er ca 26.
  • w eða v á spássíu er merki um vísu í textanum (sjá 48v-49v).
  • Ónúmeraðar kaflafyrirsagnir eru á stöku stað (sjá t.d. á blöðum 10r og 17v-18r).

Ástand

  • Blöð eru víða blettótt og skítug (sjá t.d. blöð18v-19r).
  • Blað 78 er minna en önnur blöð handritsins; innskotsblað skrifarans sjálfs.

Skrifarar og skrift

  • Með hendi séra Jóns Pálssonar (sbr. Jón Helgason, Nordæla. Afmæliskveðja til prófessors, dr. phil. og jur: Sigurðar Nordals (Rv.1956), 126-28), blendingsskrift.

Skreytingar

  • Á stundum er fyrsta lína eða orð við efnisskil með stærra og settara letri en meginmálið (sjá t.d. blöð1v og 7r).

Nótur

  • Nótur á bókfelli í eldra bandi.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Titill á efri spássíu á blaði 1r er með yngri hendi: Eigla.

Band

Band (187 null x 163 null x 18 null) er frá árunum 1880-1920.

  • Spjöld eru pappírsklædd, strigi er á kili og hornum.

  • Í eldra bandi voru spjöld og kjölur klædd bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti með nótum.  

Fylgigögn

  • Seðill (153 mm x 141 mm) skrifaður af ritara Árna Magnússona, með viðbót með hendi Árna sjálf: Egils saga Skallagrímssonar fengin af Jóni Einarssyni. Úttekin úr bók er verið hafði í eigu herra Þorláks Skúlasonar 1621. Síðan hafði Guðbrandur Þoláksson gefið Jóni (nokkrum) Jónssyni bókina. Jón Jónsson, fékk síra Þorsteini Jónssyni (á Eiðum) hana 1662. En síra Þorsteinn Jónsson gaf hana Kristrúnu dóttur sinni 1678, á Eiðum. Jón prentari Snorrason meinar þetta sé hönd Halldórs á Sílastöðum í Kræklingahlíð. Skólameistarinn Magnús Markússon meinar það sé ekki hans hönd, og pretenderar þó hana grant að þekkja. Qvicqvid hit, þá skrifaði Halldór jafnlega rangt..

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til ca 1600-1640, en til fyrri hluta 17. aldar í  Katalog I , bls. 648.

Það var áður hluti af stærri bók. Í þeirri bók voru einnig AM 380 4to, AM 404 4to og AM 446 4to. Jón Snorrason prentari áleit Halldór á Sílastöðum skrifara en Magnús Markússon skólameistari taldi svo ekki vera (sbr. seðil).

Uppskriftin er að hluta til eftir Aug. 9 10 4to í Wolfenbüttel (sbr. AM 450 a 4to) en einnig eftir AM 132 fol. AM 128 fol er hins vegar skrifað eftir AM 458 4to.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá Jóni Einarssyni á Hólum, úr bók sem verið hafði í eigu Þorláks Skúlasonar biskups 1641. Guðbrandur Þorláksson gaf hana síðan Jóni Jónssyni, sem gaf hana séra Þorsteini Jónssyni á Eiðum 1662. Þorsteinn gaf hana svo Kristrúnu dóttur sinni á Eiðum,1678  (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 17. mars 1995.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 2. apríl 2009; lagfærði í desember 2010, GI skráði 10. desember 2001.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886. Katalog I; bls. 648 (nr. 1230).

Viðgerðarsaga

Viðgert í ágúst til október 1994.

Bundið af Otto Ehlert á árunum 1880-1920.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen í ágúst 1986. Á sama tíma keypti SÁM reneg.filmu af Det Arnamagnæanske Institut (askja nr. 270).

Notaskrá

Titill: , Egils saga Skallagrímssonar. Bind I. A-redaktionen
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Einarsson
Umfang: 19
Titill: , Egils saga Skallagrímssonar, tilligemed Egils större kvad
Ritstjóri / Útgefandi: Finnur Jónsson
Umfang: 17
Höfundur: Scott, Forrest S.
Titill: , Eyrbyggja saga. The vellum tradition
Umfang: 18
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Nordæla, Athuganir um nokkur handrit Egils sögu
Umfang: s. 110-148
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Chesnutt, Michael
Titill: , Egils saga Skallagrímssonar. Bind III. C- redaktionen
Umfang: 21
Höfundur: Chesnutt, Michael
Titill: , To fragmenter af Egils saga. AM 162 A fol. (R) fragm. β og ι
Umfang: s. 173-196
Titill: , The Saga manuscript 9. 10. Aug. 4to in the Herzog August Library, Wolfenbüttel
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Umfang: 3
Titill: , Jóns saga Hólabyskups ens helga
Ritstjóri / Útgefandi: Foote, Peter
Umfang: 14
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Opuscula, Halldór Guðmundsson, norðlenzkur maður
Umfang: IV
Titill: Rit Handritastofnunar Íslands, Laurentius saga biskups
Ritstjóri / Útgefandi: Árni Björnsson
Umfang: 3
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Grænland í miðaldaritum
Lýsigögn
×

Lýsigögn