Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 390 4to

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Biskupaannálar Jóns Egilssonar; Ísland, 1709

Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðrún Ingólfsdóttir 
Fædd
1. maí 1959 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-117v)
Biskupaannálar Jóns Egilssonar
Höfundur

séra Jón Egilsson

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
117 blöð () og seðlar.
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking 1-194. Inni í því eru átta laus blöð (blaðsíðumerkt 179-194), sem strikað hefur verið yfir og þau í raun eyðilögð, en efni þeirra (þ.e. lokin á sögunni) hefur Árni Magnússon skrifað og látið skrifa á 12 seðla fremst í handritinu (sem nú eru hluti af blaðtali).

Skrifarar og skrift
Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Leiðréttingar með hendi Árna Magnússonar sem einnig hefur afritað spássíugreinar frumritsins á spássíur.

Band

 

Fylgigögn

seðlar með hendi Árna Magnússonar.

 • Seðill 1 (merktur A) (199 mm x 146 mm) fremst: „Þessir Biskupaannálar síra Jóns Egilssonar eru anno 1709 ritaðir af Styr Þorvaldssyni eftir autographo síra Jóns sjálfs, og síðan accurate confereraðar í Kaupmannahöfn 1724. Autographum síra Jóns Egilssonar fékk ég hjá vísilögmanninum Oddi Sigurðssyni 1707. Hafði til forna verið eign herra Odds Einarssonar biskups og hefur hann in marginibus anoterað hér og hvar. Aftan við voru og einar og aðrar annotationes sumar með hendi herra Odds. Sumar að hans forlagi skrifaðar.“
 • Seðill 2 (merktur B) (135 mm x 104 mm) fremst: „Aftan við opus voru Analecta relictorum ordine confuso. Þau eru nú innsett suis locis inter [ ]“
 • Seðill 3 (merktur C) (195 mm x 149 mm) fremst: „Ekki er nú pilturinn pappírsríkur þó prestur eigi ad heita, ábyrgðarmaður mun enginn slíkur, ekki má því neita, hvar finnst annar honum líkur hver sem fer að leita. Þessi vísa er skrifuð með eigin hendi síra Jóns Egilssonar, allra síðast aftan við hans Biskupaannál, sem og er, a capite ad calcem, með hans eigin hendi.“
 • Seðill 4 (121 mm x 91 mm) milli bls. 2 og 3 (merktur bl. 2): „[Sá annállinn sem ég hefi áður skrifad] Hér með meinar síra Jón, óefað, excerptum úr Hungurvöku, sem sami síra Jón Egilsson hefur gjört í 1601 og ég hefi séð með hans eigin hendi ritað í kveri in octavo, sem fyrrum hafði átt herra Oddur Einarsson biskup í Skálholti. Árni Magnússon.“
 • Seðill 5 milli bls. 12-13 (merktur bl. 8), inniheldur útdrætti úr öðrum handritum.
 • Seðill 6 (160 mm x 97 mm) milli bls. 28 og 29 (merktur bl. 17): „Í öðrum annál. Hér með meinar síra Jón, óefað, excerptum það, er hann gjört hefur úr einum fornum annál á pergament, sem fyrrum hefur legið við Skálholtskirkju, og nú er í mínum fórum. Hefi ég það sama excerptum séð, vitað með hans eigin hendi, í kveri in octavo, sem fyrrum hafði á herra Oddur Einarsson, biskup. Og var það framan við excerptum úr Hungurvöku, sem sami síra Jón hafði gjört 1601. Er svo þetta annáls excerptum af honum gjört um það sama leyti. Hér um 4 árum fyrr en þessir biskupaannálar eru af honum skrifaðir. Árni Magnússon.“
 • Seðill 7 (161 mm x 103 mm) milli bls. 38-39 (merktur bl. 23) á við texta á bl. 24r: „α) Hér hefur herra Oddur biskup Einarsson anoterað in margine með eigin hendi: Sandbælis- Jón, afa Teits Gíslasonar. β) iterum in margine með hendi herra Odds: Erlendur Þorvarðsson. Hann var þá jungkær, drap Orm mág sinn.“
 • Seðill 8 (162 mm x 98 mm) milli bls. 50 og 51 (merktur bl. 39), á við texta á bl. 31: „# Hér hefur herra Oddur Einarsson, biskup, anoterað in margine með sinni eigin hendi: Anno 1554 bar uppstigningardag á krossmessu. Þá drukknaði Bjarni, bróðir Eggerts, hjá Seltjarnarnesi. Ætlaði að flytja sig til Nessins (?) eftir bróður sinn Eggert.“
 • Seðill 9milli bls. 88 og 89 (merktur bl. 50), inniheldur útdrætti úr öðrum handritum.
 • Seðill 10 (121 mm x 143 mm) milli bls. 106 og 107 (merktur bl. 60), á við texta á bl. 61r: „α) Hér stendur á spássíunni með hendi síra Jóns Egilssonar: Ögmundur. En er þó hvergi innbodað. Skyldi sýnast, sem síra Jón hafði í fyrstu gleymt nafni ráðsmannsins, og síðan ritað það in margine. En með því hann síðan kallar sama ráðsmann Árna þá verður hér um allt óvíst. Kannski og, að þessi Ögmundur sé svo sem A postilla, og merki, að þetta sé skeð í biskups Ögmundar tíð. Þó hefur síra Jón hvergi in marginibus þessa operis þvílíkar A postillas.“
 • Seðill 11milli bl. 120 og 121 (merktur bl. 68), inniheldur útdrætti úr öðrum handritum.
 • Seðill 12 (113 mm x 127 mm) milli bls. 136 og 137 (merktur bl. 77): „# Þá biskup Jón reið heim til Skálholts þá var [þar] þýskur maður. Hann bauðst til, ef þeir vísuðu sér á biskup Jón, að skjóta hann í selskapnum. Þeir sögðu hann mundi það aldrei geta. Hann sagðist skyldi sýna, og skaut marjotlu [maríuerlu] á kirkjunni og hárið af biðukollu norður hjá Viðarmannahúsum.“
 • Seðill 13 (113 mm x 103 mm) milli bls. 156 og 157 (merktur bl. 87), inniheldur útdrátt úr öðrum handritum.
 • Seðill 14 (101 mm x 104 mm) milli bls. 156 og 157 (merktur bl. 89), inniheldur útdrátt úr öðrum handritum.
 • Seðill 15 (158 mm x 141 mm) milli bls. 176 og 177 (merktur bl. 100), inniheldur útdrátt úr öðrum handritum.

Uppruni og ferill

Uppruni

Með hendi Styrs Þorvaldssonar og tímasett til 1709 í Katalog I, bls. 600.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 7. júní 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I, bls. 600-601 (nr. 1143). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886. GI skráði 7. nóvember 2001.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Jón Egilsson, Jón SigurðssonBiskupa-annálar Jóns Egilssonar, með formála, athugasemdum og fylgiskjölum eptir Jón Sigurðsson, Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta að fornu og nýju1856; I: s. 15-136
Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í HítardalÆttartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
« »