Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 365 4to

Íslendingabók ; Danmörk

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína

Innihald

(1v-47v)
Íslendingabók
Titill í handriti

ARÆ MULTISCII Liber Islandorum

Vensl

Runnið frá AM 113 a fol.

Upphaf

Íslendingabók gjörða ég fyrst biskupum …

Niðurlag

… föður Ketils er nú er biskup að Hólum næstur Joanni.

Athugasemd

Íslenskur texti ásamt þýðingu á latínu. Latneska þýðingin er á gagnstæðum síðum við íslenska textann.

Nafnaskrá á bl. 44v-47r.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
47 blöð (199 mm x 167 mm). Bl. 2, 3, 8, 9, 12, 16, 23, 25, 28 eru innfestir seðlar með leiðréttingum. Bl. 47v er autt, auk stórs hluta blaða 46v-47r.
Tölusetning blaða

  • Upprunaleg blaðsíðumerking frá 1-74 (bl. 46 ómerkt).
  • Blaðmerkt með rauðu bleki af Kålund 1-47.

Kveraskipan

  • Kver I: bl. 1-13, 4 tvinn (auk innfestra seðla).
  • Kver II: bl. 14-23, 4 tvinn (auk innfestra seðla).
  • Kver III: bl. 24-32, 3 tvinn og stakt blað (bl. 30) (auk innfestra seðla).
  • Kver IV: bl. 31-40, 5 tvinn.
  • Kver V: bl. 41-47, stakt blað og 3 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 140-160 mm x 125-130 mm.
  • Línufjöldi er ca 16-19.

Ástand

Á bl. 1r hefur verið krassað yfir texta (8 línur).

Skrifarar og skrift

Árni Magnússon skrifaði íslenska textann og leiðréttingar við latnesku þýðinguna, árfljótaskrift.

Hjalti Þorsteinsson hreinritaði þýðinguna eftir blöðum Árna, kansellíbrotaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Víða spássíugreinar.

Band

Band frá 1772-1780 (204 mm x 171 mm x 12 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír, Saumað með hamptaumum. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr handunnum pappír.

Fylgigögn

Tveir seðlar með hendi Árna Magnússonar (mili bl. 1v og 2r)

  • Seðill 1 (131 mm x 45 mm): Fyrir utan ættartölu (id est Landnámu skrifið) og konunga ævi (id est Noregs historíuna) qvæ ante hunc libellum scripserat.
  • Seðill 2 (88 mm x 158 mm): Hér hefur upp Íslendingabók Ara prests hins fróða Þorgilssonar.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn á árunum 1686-1689. Í Katalog I , bls. 588, er handritið tímasett til um 1700.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 20. maí 1980.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEIP5 29. september-22. október 2009.
  • GI færði inn grunnupplýsingar 29. október 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 1886 ( Katalog I:588 (nr. 1118) ).

Viðgerðarsaga

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnante.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Árni Magnússon : ævisaga
Lýsigögn
×

Lýsigögn