Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 269 4to

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Sigurðarregistur; Ísland, 1690-1710

Nafn
Jón Arason 
Fæddur
1484 
Dáinn
28. október 1550 
Starf
Biskup 
Hlutverk
Eigandi; Ljóðskáld; Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Ólafur Hjaltason 
Fæddur
1500 
Dáinn
30. desember 1568 
Starf
Biskup 
Hlutverk
Höfundur 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðbrandur Þorláksson 
Dáinn
20. júlí 1627 
Starf
Biskup 
Hlutverk
Eigandi; Höfundur; Þýðandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Snorri Jónsson 
Fæddur
1683 
Dáinn
1756 
Starf
Prestur; Rektor 
Hlutverk
Skrifari; Eigandi; Þýðandi; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðrún Ingólfsdóttir 
Fædd
1. maí 1959 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-86v)
Sigurðarregistur
Aths.

Um eignir Hólastóls, klaustra og kirkna Norðanlands árin 1525-1571.

1.1(1r-9v)
Skrá yfir kirknafé í Hólastifti árið 1525
Aths.

Skrá þessi var gerð þegar Jón Arason biskup tók við embætti.

Hér er einnig rekaskrá Hólastaðar og vitnisburður Helga ábóta á Þingeyrum og fleiri manna 1526 um ráðsmannsreikning Péturs Pálssonar.

1.2(10r-54r)
Skrá yfir húsmuni og eignir Hóladómkirkju árið 1550
Aths.

Skrá þessi var gerð við dauða Jóns Arasonar biskups.

Aftan við er rekaskrá og húsmunaskrá klaustranna á Munkaþverá, Þingeyrum og Reynistað, sem og kirknamáldagar sennilega úr tíð Jóns Arasonar biskups.

Bl. 54v autt.

1.3(55r-79r)
Skrá yfir húsmuni og eignir Hóladómkirkju árin 1569-1570
Aths.

Skrá þessi var gerð þegar séra Sigurður Jónsson tók við rekstri Hólastaðar sem officialis, þegar Ólafur Hjaltason biskup lést.

Bl. 79v autt.

1.4(80r-86v)
Skrá yfir eignir Hóladómkirkju árið 1571
Aths.

Skrá þessi var gerð þegar Guðbrandur Þorláksson biskup tók við embætti.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
86 blöð ().
Umbrot

  

Skrifarar og skrift
Nótur

Nótur í bandi.

Band

Spjöld og kjölur klædd bókfellsblaði í fólíó úr latneskri messubók með nótum.  

Fylgigögn

  • Fastur seðill (185 mm x 136 mm) með hendi Árna Magnússonar: „Sigurðar Registur (svo kallað) liggur á Hólum í Hjaltadal, er á kálfskinni, folio minori. vidi á Hólum 1702. Item á Alþingi 1707. Þessi bók er copia af membrana illa Holensi. Kom til mín 1721 frá síra Snorra Jónssyni á Helgafelli, en hann hafði bókina uppskrifað á Hólum.“
  • Við bl. 13v, 19v-20r, 21r, 25v, 27v, 29v, 42v og 43r eru seðlar með hendi skrifarans, séra Snorra Jónssonar, um tengsl frumritsins og þessarar uppskriftar.
  • Seðill 2 (á við bl. 13v) (91 mm x 103 mm): „Hér endast blað síðast originalnum, og er á spássíuna fyrir undan skrifað med sömu hendi, hvergi innskrifað. Item það gull og silfur sem biskup heitinn Gottskálk átti. Að honum fráföllnum var sent hans erfingjum til Noregs.“
  • Seðill 3 (á við bl. 19v, 20r) (18 mm x 90 mm): „A og B eru með nýrri hendi Innsettar.“
  • Seðill 4 (á við bl. 21r) (13 mm x 81 mm): „Y. er síðar Innsett.“
  • Seðill 5 (á við bl. 27v) (173 mm x 106 mm): „: Nota. 1o. Þess Jóns biskups jarðareikningur sem hér endar, er skrifaður nokkru síðar í originalnum, en í þessum stað stendur annar sama slags, sem mikinn part er yfirdreginn, og þar fyrir undan skrifað með viðlíkri hendi, þó ekki sömu, að hann sé rangur, og vísað til þessa. 1o. Allar þær jarðir sem í þessum reikningi eru literis signatæ, eru í originalnum yfirdregnir, og við þær flestar noterað, ég meina af herra Guðbrandi, að þær séu afturgengnar.“
  • Seðill 6 (á við bl. 29v) (68 mm x 87 mm): „L. Hér byrjast í originalnum áður skrifaður Jóns biskus jarðareikningur, sem um er getið lit: M.“
  • Seðill 7 (á við bl. 42v) (48 mm x 89 mm): „6. Hér er skert horn á blaðinu í originalnum, og sést ei framar en skrifað er á að lesast undirstöðum.“
  • Seðill 8 (á við bl. 43r) (68 mm x 89 mm): „T. Er af horni blaðsins í originalnum. Og sést ei glöggt. En þó meina ég það eigi að vera num: barb: 7.“

Uppruni og ferill

Uppruni

Með hendi séra Snorra Jónssonar á Helgafelli og tímasett til um 1700 í Katalog I, bls. 524.

Ferill

Snorri Jónsson skrifaði handritið á Hólum, en sendi það síðan Árna Magnússyni árið 1711 (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. október 1973.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I, bls. 524-525 (nr. 1000). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886. GI skráði 30. september 2002.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Merete Geert Andersen„Colligere fragmenta, ne pereant“, s. 1-35
Már JónssonÁrni Magnússon : ævisaga
« »