Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 133 4to

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Jónsbók — Réttarbætur; Ísland, 1380-1390

Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(bls. 2)
Útskýring boðorðanna með settri hendi frá um 1500 á bls. 2 en bls. 1 er auð.
2(3-6)
Réttarbót Eiríks konungs Magnússonar 2. júlí 1294 með hendi frá lokum 14. aldar.
Tungumál textans

Íslenska

3(7-10)
Réttarbót Hákonar konungs 14. júní 1314 með hendi frá lokum 14. aldar; vantar endinn.
Tungumál textans

Íslenska

4(11-181)
Jónsbók.
Tungumál textans

Íslenska

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
92 blöð og stærð nokkuð óregluleg en flest þó um .
Umbrot

Leturflötur er

Skrifarar og skrift
Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Réttarbótum er bætt við neðanmáls með eitthvað yngri hendi á bls. 22, 49 og víðar.

Pennaprufur   Jón Jónsson skrifar nafn sitt á bls. 35; mannanöfnin Guðmundur og Sverrir eru á bls. 64; Jón G.m.s. skrifar nafn sitt og ártalið 1668 á bls. 68; Jón Guðmundsson og Páll Guðmundsson skrifa með eigin hendi a bls. 79; Sverrir Guðmundsson sama á bls. 149 og á bls. 164 en á bls. 161 vottar Ketill Valdason eigin hendi að Sverrir hafi lánað sér sína lögbók.

Band

 

Band frá verkstæði Birgitte Dall í nóvember 1974

Fylgigögn

Octavoseðill Árna Magnússonar aftan á broti úr [sendibréfi með] utanáskrift til Árna, skrifaður í tveimur lotum, fyrst um 1703-1710 og síðan um 1725, með ljósbrúnu bleki: „ Mín, fengin af mag. Jóni 1703 en hann fékk hana á Hvalsnesi [strik niður fyrir útstrikun að viðbótarsetningu] rækilega og alveg ólæsilegt: tvær línur, ca. átta orð Hjá séra Árna Þorleifssyni. Er eigi rétt gömul.“ 

Efnisyfirlit á bláu kvartóblaði með hendi Jóns Sigurðssonar, sem meðal annars getur þess um Jónsbók: "Þar eru ekki Interpolationes í texta, og mun hann góður." Hann nefnir einnig að á bls. 27 vanti cap. 7-11 í konungserfðum og hafi aldrei verið í handritinu, en jafnframt: "NB. kapítulinn um tveggja missera vinnumenn er hér ekki, ekki heldur það annað, sem rb. 1294 skipar úr."

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað c1380-1390 (sbr. Ólafur Halldórsson). Handritið er hins verKatalog segir 14. öld; sjá Registre, bls. 447.

Aðföng

Árni Magnússon fékk handritið árið 1703 hjá Jóni biskupi Vídalín, en hann hjá séra Árna Þorleifssyni á Hvalsnesi.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir bláu blaði Jóns Sigurðssonar og Katalog I s. bls. 420-21 (nr. 797). Kålund bjó handritið til skráningar ?. ?? [ath. eldra band]. Skrásetjari (marj) bætti við eftir athugun á handritinu sjálfu 13. janúar 2000; meira þarf til..

Aðgengi

Handritið er víða illæsilegt vegna raka og illrar meðferðar og á það einkum við um Jónsbókarhlutann. Á mörgum síðum er letur mjög máð en hér og þar hefur verið reynt að skýra (opfriske) textann. Skorið hefur verið neðan af blöðum 2, 5, 38, 41 og 64, segir KK. Nokkur blöð eru mjórri en önnur. Blöð vantar í handritið á eftir bls. 102 og 110.

Viðgerðarsaga

Sent til Stofnunar Árna Magnússonar árið ??.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
1904; s. xlii
s. bls. 420-21 (nr. 797). Kålund bjó handritið til skráningar ?. ?? [ath. eldra band].
Halldór HermannssonIlluminated manuscripts of the Jónsbók, Islandica1940; 28
Már Jónsson„Textatengsl nokkurra elstu handrita Jónsbókar“, Líndæla. Sigurður Líndal sjötugur 2. júlí 20012001; s. 373-387
Már Jónsson„Raunir handritasafnarans : Vestfjarðaleiðangur Árna Magnússonar sumarið 1710“, Handritasyrpa : rit til heiðurs Sigurgeiri Steingrímssyni sjötugum 2. október 2013, 2014; 88: s. 23-39
« »